fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Skelfilegt ofbeldi í íraksri fjölskyldu – Hlaut vægan dóm fyrir að misþyrma eiginkonu sinni og syni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. júlí 2024 20:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íraskur maður hefur verið sakfelldur fyrir andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn eiginkonu sinni og elsta syni. Hann var ákærður fyrir misþyrmingar, andlegt ofbeldi og brot gegn nálgunarbanni. Fjölskyldan er aðflutt hingað frá Írak.

Í ákæruliðunum eru tilgreind mörg ofbeldisatvik, meðal annars þetta sem varðar ofbeldi mannsins gegn eiginkonu sinni:

„Með því að hafa þann 28. október 2020 á þáverandi heimili ákærða og A að […], í eldhúsi íbúðarinnar, slegið hana í vinstri upphandlegg hennar með fiskispaða, ógnað henni með hnífi og skorið með hnífnum í handarbak hægri handar hennar, en síðan eftir að sonur A og ákærða, B, skarst í leikinn og náði hnífnum af ákærða, dregið A á hárinu inn í svefnherbergi þeirra, læst, og þar inni hótað að drepa hana og bæði slegið og sparkað í líkama hennar, m.a. í kvið hennar og bak. Urðu afleiðingar háttsemi ákærða þær að A hlaut skurð á hægra handarbaki, mar á vinstri upphandlegg, verki í kvið og baki, eymsli yfir legi, auk mikilla blæðinga frá leggöngum.“

Almennt um ofbeldi mannsins gagnvart syni sínum segir þetta í ákæru:

„Fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart syni sínum, B, kt. 000000-0000, framin á tímabilinu frá 1. október 2018 til 28. október 2020, með því að hafa, ítrekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi, heilsu og velferð hans, með líkamlegu- og andlegu ofbeldi og með þeirri háttsemi sinni ítrekað misþyrmt og misboðið honum þannig að líkamlegri og andlegri heilsu hans var hætta búin, sýnt af sér vanvirðandi háttsemi, ruddalegt og ósiðlegt athæfi gagnvart honum og móðgað hann og sært m.a svo sem hér nánar greinir:“

Fylgja síðan lýsingar á fjórum atvikum þar sem maðurinn misþyrmdi syni sínum.

Maðurinn var fundinn sekur í öllum ákæruliðum. Hann hefur ekki gerst brotlegur áður og fékk vægan dóm, 18 mánaða fangelsi þar sem 15 mánuðir eru skilorðsbundnir.

Dóminn mál lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi