fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fréttir

Borgarleikhúsþjófurinn sá að sér og skilaði Maríu þýfinu – „Fólk gerir mistök“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur sem braust inn í bíl við Borgarleikhúsið um helgina og stal þaðan rándýrum radarvara hefur séð að sér og skilað þýfinu.
Eins og DV greindi frá um helgina var brotist inn í bíl Maríu Christinu Thorarensen um helgina á meðan hún var grunlaus að njóta sýningar í Borgarleikhúsinu. Um var að ræða radarvara að verðmæti 170 þúsund krónur en í áðurnefndri frétt kom fram að María gat rakið staðsetningu tækisins. Sagðist hún ætla að afhenda lögreglu þær upplýsingar eftir helgi ef þýfinu yrði ekki skilað.
Það bar árangur því María Christina greinir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að umræddur þjófur hafi gefið sig fram og skilað tækinu. Var honum mætt með skilningi og hlýju.
„Þessi einstaklingur, sem missteig sig í sínu bataferli, sér eftir mikið þessu. Fólk gerir mistök, en sú staðreynd að þessi einstaklingur gerði rétt með því að skila hlutnum er það besta sem hann gat gert fyrir sjálfan sig og sinn bata. Ég er þakklát og hef von um góðvild í þessum heimi. Ég vona að einstaklingurinn finni hugrekki og leiti sér hjálpar og að hann fái þá aðstoð sem hann/hún þarf,“ skrifaði María Christina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Í gær

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Í gær

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Í gær

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“