fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

María með skýr skilaboð til þjófsins – Skilaðu tækinu eða það verður sótt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 16. júní 2024 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Christina Thorarensen varð fyrir því óláni fyrir skömmu að brotist var inn í bíl hennar og stolið þaðan radarvara að verðmæti 170.000 krónur á meðan hún var að njóta sýningar í Borgarleikhúsinu.

María hefur þau skilaboð handa þjófnum að ef radarvaranum verður ekki skilað til hennar fyrir þriðjudag þá verði hann sóttur því hún er með rakningarupplýsingar um tækið.

„Ég er búin að tilkynna þetta til lögreglu í gegnum heimasíðuna þeirra og mun hafa samband við þá á þriðjudag til að ítreka málið. Ég mun þá láta þá fá staðsetninguna á radarvaranum,“ segir María í viðtali við DV.

Hún segir brotið hafa verið óþægilega upplifun. „Bíllinn var í raun ekki mikið tjónaður, sem betur fer, en þetta var dálítið sjokk, manni brá og það var mikil reiði til að byrja með. En svo áttar maður sig á því að það eru grey þarna úti sem hafa ekki önnur úrræði til að komast yfir peninga. Þetta er fólk sem greinilega þarf að leita sér hjálpar.“

María segir að hún hafi gert radarvarann ónothæfan: „Við höfum farið inn á heimasíðu framleiðanda radarvarans og höfum skráð okkur inn og blokkað virknina á varanum, þannig að hann virkar ekki.“ – Radarvarinn er því ónothæfur fyrir þjófinn og mögulegan kaupanda þýfis.

Þau sem gætu haft upplýsingar um málið eruð beðnir um að senda Maríu skilaboð á Facebook-síðu hennar. Sjá tengilinn að neðan með FB-færslu hennar um málið:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi