fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Eldsvoðinn í Kringlunni: Um tíu verslanir urðu fyrir verulegu tjóni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 16. júní 2024 10:30

Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mun skýrast fyrir hádegi hvort verslunarmiðstöðin Kringlan verður opnuð í dag en samkvæmt afgreiðslutíma á hún að opna kl. 12 á hádegi.

„Það er bara verið að meta stöðuna núna. Það er verið að þurrka upp og þetta er aðallega vatnstjón. Það eru bara menn að ganga hringinn núna og kanna aðstæður,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar, í stuttu viðtali við DV.

Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar á fjórða tímanum í gærdag en slökkvilið náði að slökkva eldinn í gærkvöld. Verulegt vatnstjón varð á fyrstu og annarri hæð hússins.

Sjá einnig: Eigandi Hrím segir eldsvoðann í gær hafa verið mikið áfall – „Ég hreinlega skelf“

„Sem betur fer er stór hluti hússins í lagi. Ég áætla að um tíu verslanir hafi orðið fyrir verulegu tjóni,“ segir Inga ennfremur. Hún segir að sumir rekstraraðilar hafi óskað eftir að opna.

„Það er ósk sumra að fá að opna, þeirra sem geta það. Það verður gefið út bara eftir smá stund. Það á að opna 12 og við reynum að gefa það út fyrir þann tíma. Tilkynning verður birt,“ segir Inga.

Uppfært kl. 11:30

Samkvæmt mbl.is verður Kringlan lokuð í dag og á morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti sem rekstrarfélag Kringlunnar sendi rekstraraðilum um ellefu-leytið í morgun. Þar segir meðal annars:

„Unnið var í alla nótt við reyk­los­un og að þurrka upp svæði sem voru á floti. Loft­gæði í hús­inu eru enn slæm, mik­il lykt á stór­um svæðum svo það er ekki for­svar­an­legt að hafa opið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum
Fréttir
Í gær

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari