Live Science segir að tréð hafi haft mikla yfirburði í kjörinu á tré ársins. Það hefur fengið viðurnefnið „gangandi tré“ því það virðist vera á gangi. Tréð er af tegundinni Metrosideros robusta. Þetta er ein hávaxnasta trjátegundin á Nýja-Sjálandi og geta tré af þessari tegund orðið allt að 1.000 ára.
Rætur þess eru mjög langar og greinarnar líkjast handleggjum. Þetta getir að verkum að tréð líkist Entum sem eru auðvitað trjátegund sem J.R.R. Tolkien fann upp þegar hann skrifaði Hringadróttinssögu.
Tréð stendur eitt á miðri stórri lóð við kirkjugarð nærri Karamea á vesturströnd South Island. Það er um 32 metra hátt, eða álíka hátt og sjö hæða hús að sögn The New Zealand Tree Register.