fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Sveinn segir mistök skýra ósamræmið: „Þetta var ekki með vilja gert og alls enginn ásetningur“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 14. júní 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við biðjumst afsökunar á þessu misræmi og munum passa að þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir Sveinn Frímannsson, eigandi veitingastaðarins Berlín á Akureyri.

Færsla sem birtist í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi í gærkvöldi hefur vakið talsverða athygli en í henni benti málshefjandi á hrópandi ósamræmi á annars vegar auglýsingaskilti fyrir utan staðinn og hins vegar á sjálfum matseðlinum inni á staðnum.

Sem dæmi var grísk jógúrt með berjum og hnetublöndu sögð kosta 1.040 krónur á skiltinu fyrir utan en á matseðlinum var verðið nokkuð hærra, eða 1.190 krónur. Samskonar misræmi var í öðrum verðmerkingum þar sem verðið á matseðlinum var hærra en á skiltinu fyrir utan.

Margir hafa lagt orð í belgu í umræðum undir færslunni þar sem ýmsir benda á að þetta sé ekki löglegt og kalla eftir því að Neytendasamtökin eða viðeigandi eftirlitsstofnanir bregðist við. Sumum er heitt í hamsi og segir til dæmis einn að þetta sé „klárlega staður til að forðast“.

Þá eigi það að vera þannig að lægra verðið gildi en málshefjandi segist hafa fengið þau skilaboð að verðin á matseðlinum væru þau sem giltu.

DV bar málið undir Svein sem viðurkenndi fúslega að svona ætti þetta ekki að vera. Málið sé þannig vaxið að nýir matseðlar hafi komið úr prentun og verið settir í umferð áður en merkingar á nýtt skilti komu úr prentun. Eftir að hafa fengið vinsamleg tilmæli um þetta hafi skiltið nú verið tekið úr umferð.

„Þetta var ekki með vilja gert og alls engin ásetningur. Við biðjumst afsökunar á þessu misræmi og munum passa að þetta komi ekki fyrir aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu