fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Svona undirbúa Þjóðverjar sig undir hugsanlega stórstyrjöld í Evrópu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2024 07:00

Þýskir og bandarískir hermenn við æfingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn frá lokum kalda stríðsins eru Þjóðverjar að styrkja varnaráætlanir sínar. Þetta getur meðal annars þýtt að herskylda verði tekin upp á nýjan leik og að gripið verði til matarskömmtunar.

Þýska ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku nýja viðbragðsáætlun sem á að gilda á hættutímum. Í henni er kveðið á um þær aðgerðir sem gripið verður til ef stríð brýst út í Evrópu, annars staðar en í Úkraínu, á næstu árum.

Samkvæmt áætluninni verður herskylda þá tekin upp á nýjan leik en hún var aflögð 2011.

Í fréttatilkynningu frá Nancy Faeser, innanríkisráðherra, segir að ástæðan fyrir því að ný áætlun hefur verið gerð, sé hin aukna ógn sem stafar frá Rússlandi. „Vegna árásargirni Rússa er staða öryggismála í Evrópu gjörbreytt,“ segir hún.

Nýja áætlunin kemur í stað þeirrar sem hefur gilt frá 1989, árinu sem Berlínarmúrinn féll.

Faeser segir að mikilvægt sé að styrkja almannavarnarkerfið í landinu. Til dæmis verða neðanjarðarlestarstöðvar og önnur neðanjarðarrými gerð að loftvarnarbyrgjum og ný aðvörunarkerfi verða þróuð.

Einnig er hugsanlegt að gripið verði til matarskömmtunar og unnið er að undirbúningi þess að koma upp neyðarbirgðum af korni og mat með langan endingartíma.

Meðal annarra ákvæða neyðaráætlunarinnar er að hægt verður að skylda alla 18 ára og eldri í vinnu. Heilbrigðisstarfsfólk getur einnig verið kallað til herþjónustu eða til starfa utan hersins. Þetta gildir einnig um þá sem eru ekki í vinnu.

Fyrirtæki geta verið skikkuð til að breyta framleiðslu sinni yfir í vörur fyrir herinn og sjúkrahúsin verða búin undir að taka við miklu fleiri sjúklingum en venjulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp
Fréttir
Í gær

Ákærðir fyrir tvö innbrot í Áslandi sömu nóttina

Ákærðir fyrir tvö innbrot í Áslandi sömu nóttina
Fréttir
Í gær

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni
Fréttir
Í gær

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu