Þessi skrif hans snúast um ljósmynd sem var birt af Andrei Belousov, hinum nýja varnarmálaráðherra Rússlands, þar sem hann er íklæddur grænum hermannabúningi og skreyttur fjölda heiðursmerkja.
Mark Galeotti, breskur sagnfræðingur, bendir á það í færslu á X að Beluosov hafi nákvæmlega enga reynslu af hermennsku.
En það kom ekki í veg fyrir að ráðherrann klæddist einkennisbúningi á mánudaginn þegar rússneska öryggisráðið fundaði. Þetta var í fyrsta sinn sem hann sást opinberlega í einkennisfatnaði en frá því að hann var gerður að varnarmálaráðherra um miðjan maí hafði hann eingöngu sést í dökkum jakkafötum.
„Þetta er niðurdrepandi,“ skrifaði Galeotti um þessi stílskipti ráðherrans.
Hann skrifaði einnig að tæknilega séð megi Belousov klæðast einkennisbúningi því þegar hann var gerður að varnarmálaráðherra hafi hann fengið stöðu sem jafnast á við að vera hershöfðingi.
„Ef hann hefði haldið sig við jakkafötin, hefði hann sýnt meiri klassa og sjálfstæði frá herforingjunum sem hann á að takast á við vegna vanhæfi þeirra og spillingar,“ skrifaði hann einnig.