fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

„Þvílíkur brandari“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. júní 2024 07:00

Rauður hringur hefur verið settur utan um ráðherrann sem er íklæddur einkennisbúningi yfirmanns í hernum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þvílíkur brandari,“ skrifaði Michael McFaul, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, í færslu á samfélagsmiðlinum X.

Þessi skrif hans snúast um ljósmynd sem var birt af Andrei Belousov, hinum nýja varnarmálaráðherra Rússlands, þar sem hann er íklæddur grænum hermannabúningi og skreyttur fjölda heiðursmerkja.

Mark Galeotti, breskur sagnfræðingur, bendir á það í færslu á X að Beluosov hafi nákvæmlega enga reynslu af hermennsku.

En það kom ekki í veg fyrir að ráðherrann klæddist einkennisbúningi á mánudaginn þegar rússneska öryggisráðið fundaði. Þetta var í fyrsta sinn sem hann sást opinberlega í einkennisfatnaði en frá því að hann var gerður að varnarmálaráðherra um miðjan maí hafði hann eingöngu sést í dökkum jakkafötum.

„Þetta er niðurdrepandi,“ skrifaði Galeotti um þessi stílskipti ráðherrans.

Hann skrifaði einnig að tæknilega séð megi Belousov klæðast einkennisbúningi því þegar hann var gerður að varnarmálaráðherra hafi hann fengið stöðu sem jafnast á við að vera hershöfðingi.

„Ef hann hefði haldið sig við jakkafötin, hefði hann sýnt meiri klassa og sjálfstæði frá herforingjunum sem hann á að takast á við vegna vanhæfi þeirra og spillingar,“ skrifaði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“