fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Réttarhöld hafin vegna skotárásar á fjölskyldu á aðfangadagskvöld – Skaut sex skotum í áttina að níu ára barni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. júní 2024 09:55

Einn sakborninga á leið í dómsal. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð er hafin við Héraðsdóm Reykjaness í máli þar sem þrír menn eru ákærðir vegna húsbrots og skotárásar inni á heimili fjölskyldu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld árið 2023.

Málið vakti mikinn óhug í samfélaginu en aðalsakborningurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa ásamt öðrum manni ruðst grímuklæddur inn á heimilið. Er hann sagður hafa skotið þar án viðvörunar samtals sex skotum úr skammbyssu að níu ára stúlkubarni og föður hennar en faðirinn skýldi barninu á meðan skothríðinni stóð. Fjögur skot höfnuðu á vegg hægra megin við inngang herbergisins þar sem þau breyttu um stefnu inn í stofuna þannig að ákoma myndaðist á glerplötu sófaborðs og innra byrði rúðu brotnaði. Eitt skot fór í gegnuum hægri hurðarstaf og inn í svefnherbergi barnsins þar sem það endaði á milli miðstöðvarofns og gluggakistu.

Í ákæru er skotmaðurinn sakaður um að hafa á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu allra í íbúðinni í augljósan háska. Barnið hlaut eymsli í andliti eftir að óþekkt brak hafnaði andliti hennar í kjölfar þess að eitt skotið hafnaði á hörðum fleti.

Þaulskipulagt brot

Tveir aðrir menn eru ákærðir fyrir hlutdeild í brotum skotmansnins. Einn er sakaður um að hafa liðsinnst honum við undirbúning og framkvæmd brotsins með því að ryðjast grímuklæddur með honum inn í íbúðina og með því að hafa greitt þriðja aðila 80.000 krónur fyrir að aka þeim á staðinn, ásamt því að skilja farsíma sinn eftir, taka með föt til skiptanna og aðstoða við að skipta um númeraplötur á bíl sem mennnirnir voru á, allt til að villa um fyrir lögreglu.

Sést á lýsingum í ákæru að glæpurinn var þaulskipulagður af hálfu mannanna.

Þriðji maðurinn er síðan ákærður fyrir hlutdeild í brotinu með því að hafa ekið mönnunum á vettvang gegn 80 þúsund króna greiðslu.

Skotvopnið sem notað var í árásinni er skammbyssa af gerðinni Colt, gerð fyrir 45 kalíbera skot.

Blaðamönnum vísað úr dómsal

Blaðamenn frá DV og Vísir.is voru mættir í dómsal rétt fyrir aðalmeðferð í morgun. Dómari tilkynnti þeim við upphaf þinghaldsins að þinghaldið væri lokað og urðu þeir frá að hverfa. Hafði þetta ekki komið fram í samskiptum við héraðssaksóknara við vegna afhendingu ákæru né er þetta tekið fram í dagskrá dómstólsins. Persónuvernd þolenda er ástæðan fyrir lokun þinghaldisns en á meðal þeirra er, eins og áður hefur komið fram, 9 ára gamalt barn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast