fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Slapp með skrekkinn eftir mislukkaða hraðamælingu og óvissu lögreglumanna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. maí 2024 18:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um umferðarlagabrot en hann var sakaður um að hafa ekið á 150 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut. Maðurinn var hins vegar sýknaður á þeim grundvelli að óvissa væri um hvort hraðamæling lögreglunnar stæðist og óvissu lögreglumanna um hvort þeir hefðu stöðvað réttan mann.

Í dómnum segir að maðurinn hafi verið stöðvaður við akstur á Reykjanesbraut að morgni dags árið 2022, myrkur hafi verið úti og engin lýsing á þeim stað sem maðurinn var stöðvaður. Hann hafi verið mældur á 150 kílómetra hraða og hafi gengist upphaflega við brotinu.

Maðurinn hafi hins vegar síðar komið á lögreglustöðina á Suðurnesjum og dregið játninguna til baka en þaðan var málið sent til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn skilur ekki íslensku en býr og starfar hér á landi. Hann sagðist fyrir dómi telja sig hafa verið í mesta lagi á 100 kílómetra hraða og hafa aðeins undirritað játningu þar sem hann skildi ekki hvað hann væri að skrifa undir. Hraðamælingin hlyti að eiga við aðra bifreið.

Maðurinn sagðist vita vel að hámarkshraði á Reykjanesbraut væri 90 kílómetrar á klukkustund enda hefði hann oft ekið hana á leið til vinnu.

Yfirmaður mannsins var einnig að aka sömu leið umræddan dag og sagðist hafa séð tvo bíla aka mjög hratt og lögregluna fylgja þeim svo eftir. Hann hafi talið að lögreglan væri að eltast við þá en ekki bíl mannsins en yfirmaðurinn sagðist þekkja vel hvernig bíll hins ákærða lítur út og hann hafi ekki verið annar af þessum tveimur.

Mundu ekki vel eftir málinu

Lögreglumenn sem komu fyrir dóminn og höfðu stöðvað manninn sögðust ekki muna vel eftir málinu nú tæpur tveimur árum síðar en könnuðu upptökur til upprifjunar og sögðu að þá hefði þeir verið vissir um að maðurinn hefði ekið of hratt. Þeir hefðu þurft að snúa lögreglubílnum við og misst sjónar á honum um tíma en hefðu verið vissir að þeir hefðu stöðvað rétta manninn.

Í niðurstöðu héraðsdóms segir að af upptöku úr myndavélabúnaði úr lögreglubílnum og úr búkmyndavél annars lögreglumannsins megi heyra þá segja að þeir hafi séð tvo bíla af Skodagerð en maðurinn sem stöðvaður var ók Skoda-bifreið.

Af upptökunum megi einnig ráða að maðurinn hafi viðurkennt í upphafi að hafa keyrt of hratt en annmarki hafi verið á skýrslutöku á vettvangi. Honum hafi ekki verið kynnt réttarfarsákvæði á vettvangi en í skýrslunni segir að honum hafi meðal annars verið tjáð að hann gæti leitað til lögmanns og þyrfti ekki að svara spurningum. Segir héraðsdómur að í ljósi annmarkanna á skýrslutökunni sé ekki hægt að fallast á að maðurinn hafi viðurkennt á vettvangi að hafa gerst sekur um hraðakstur.

Dómurinn segir einnig að upptökur úr lögreglubílnum gefi til kynna að vafi leiki á sekt mannsins. Gæði upptökubúnaðarins séu slök og myrkur hafi verið úti. Lögreglumennirnir hafi misst sjónar á bílnum um stundar sakir og af samræðum þeirra á upptökunum megi ráða að fleiri Skoda bifreiðar en Skoda bifreið mannsins hafi komið til greina sem sú bifreið sem ók of hratt. Í vettvangsskýrslu lögreglunnar komi fram að bifreiðin hafi verið brún en í skýrslu sem síðar var gerð standi hins vegar að hún sé ljósgrá. Annan lögrelumannanna minnti fyrir dómi að bíllinn hefði verið ljósblár en á upptöku megi sjá að hann sé ljósgrár.

Þar sem maðurinn hafi fljótlega tekið til varna og dregið játningu sína til baka og haldið uppi vörnum og í ljósi þess vafa sem sjá megi í gögnum málsins sé ljóst að nægileg óvissa sé um sekt mannsins til að sýkna hann. Framburður mannsins hafi verið trúverðugur og því sé hann sýknaður af ákæru um umferðarlagabrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks