Þetta kemur fram í umfjöllun Sky News um stríðið en fréttamaður stöðvarinnar ræddi við úkraínska hermenn í fremstu víglínu.
Úttekt sem ráðgjafafyrirtækið Bain & Company gerði styður þetta því hún sýnir að Rússar framleiða fallbyssuskot þrisvar sinnum hraðar en vestræn bandalagsríki Úkraínu til samans. Þess utan er kostnaður Rússa við framleiðsluna mun lægri en hjá Vesturlöndum en hvert skot kostar þá aðeins fjórðung af því sem kostar að framleiða það á Vesturlöndum.
Reiknað er með að Rússar framleiði 4,5 milljónir fallbyssukúlur á árinu en Evrópuríki og Bandaríkin aðeins 1,3 milljónir.