fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

„Hreint alveg ótrúleg staða sem hér er komin upp“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. maí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, kallar eftir því að Samgöngustofa grípi inn í þá stöðu sem komin er upp á Reykjavíkurflugvelli.

Greint var frá því í fréttum RÚV í morgun að blindflug yfir Öskjuhlíð að braut 31 á Reykjavíkurflugvelli sé nú óheimilt vegna þess hversu há trén í Öskjuhlíð eru orðin. Er aðeins sjónflug til lendingar nú leyfilegt.

„Hreint alveg ótrúleg staða sem hér er komin upp. Nú þarf Samgöngustofa að bregðast hið fyrsta við og grípa inn í og hefði átt að vera búin að því fyrir löngu,“ segir Njáll í færslu á Facebook-síðu sinni en hann hefur látið sig málið varða undanfarin misseri og kallað eftir því að trén verði felld.

Ekki eru allir fylgjandi því að trén verði felld enda ljóst að ásýnd Öskjuhlíðar muni breytast töluvert verði 2.900 tré felld eins og Isavia hefur farið fram á. Borgin hefur verið treg til þess.

Í svari Samgöngustofu við fyrirspurn RÚV kemur fram að stofnunin hafi heimild til að bregðast við byrjuðum eða yfirvofandi vanda vegna flugöryggis ef vandinn er alvarlegur og kallar á tafarlausir aðgerðir. Mun Samgöngustofa vera að íhuga slíkar aðgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans