fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Björn Ingi: „Skítabombur eiga það til að springa beint framan í þá sem setja þær fram“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. maí 2024 09:31

Björn Ingi Hrafnsson. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er auðvitað bara æsispennandi og stórskemmtileg staða,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans og fyrrverandi borgarfulltrúi, um þá stöðu sem uppi er í forsetakosningunum. Mjög mjótt er á mununum á milli efstu frambjóðenda ef marka má skoðanakannanir nú þegar aðeins fjórir dagar eru til kosninga.

Björn Ingi fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Prósents sem gerð var fyrir Morgunblaðið eru þær Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir í einum hnapp á toppnum. Ef niðurstöður kosninganna verða í samræmi við þessa könnun er ljóst að örfá atkvæði geta ráðið úrslitum, svo litlu munar á fylgi frambjóðendanna.

Sjá einnig: Stefnir í æsispennandi kosningar – Fylgi þriggja efstu nánast hnífjafnt

Björn Ingi segir að fleiri kannanir séu væntanlegar í vikunni, til dæmis frá Félagsvísindastofnun, Maskínu og Gallup en þær segi þó ekki alla söguna.

„Fólk getur skipt um skoðun og fólk er enn þá að móta sér skoðun. Sumir frambjóðendur eru þannig að þeir eiga meira kjarnafylgi, fólk er ákveðnara í að kjósa það,“ sagði Björn Ingi sem nefnir svo Höllu Hrund Logadóttur sem stökk upp í könnunum og fór svo niður. Þá hafi Halla Tómasdóttir sótt verulega í sig veðrið að undanförnu.

Björn Ingi segir að sumir vilji kjósa taktískt en við þær aðstæður sem eru uppi núna sé það nánast ómögulegt.

„Það hefði verið auðveldara ef það væri einhver einn aðili sem væri augljós áskorandi við Katrínu en þessi könnun og síðustu kannanir hafa ekki sýnt okkur slíka stöðu. Það eru margir enn þá í myndinni og enn þá mikið sem getur gerst og dreifingin er mjög mikil. Ekki bara að það séu tólf í framboði heldur fimm til sex sem eru að fá talsvert fylgi.“

Björn Ingi var svo spurður út í kosningabaráttuna og hvort við ættum mögulega eftir að sjá einhverjar sprengjur í vikunni.

„Það er ekkert ólíklegt. Það er ekkert víst að slíkar sprengjur komi frá frambjóðendum sjálfum heldur stuðningsmönnum eða fjölmiðlum sem hafa verið að vinna í einhverjum málum um langa hríð.“

Björn Ingi segir þó að eftir því sem nær dregur kosningum þá hafi slíkt minni áhrif. „Skítabombur eiga það nú til að springa beint framan í þá sem setja þær fram,“ sagði Björn og rifjaði upp að árið 1996 hafi heilsíðuauglýsingar birst í dagblöðum til höfuðs Ólafi Ragnari Grímssyni. Þær hafi fengið fólk til að halda með honum því fólk kunni ekki að meta slíka taktík.

Björn Ingi segir að forvitnilegir dagar séu fram undan. „Það er ekkert ofsagt að við séum að horfa fram á það sem hlýtur að verða mest spennandi forsetakjör síðan Ísland varð lýðveldi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“