Prósent gerði könnunina fyrir Morgunblaðið sem skýrir frá henni í dag. Hún var gerð frá því á þriðjudaginn og þar til í gærmorgun.
Fylgi Höllu Hrundar mælist 21%, fylgi Höllu Tómasdóttur mælist 20,2% og fylgi Katrínar Jakobsdóttur 20,1%.
Þetta er ekki marktækur munur, tölfræðilega séð en vikmörkin eru frá 18,1% upp í 23,2%.
Fylgi Baldurs Þórhallssonar mælist 16,9%. Þetta er marktækt minna fylgi en fylgi Höllu Hrundar en hins vegar skarast efri vikmörk Baldurs við neðri vikmörk Höllu Tómasdóttur og Katrínar og á Baldur því möguleika á að blanda sér í baráttuna nú á lokasprettinum.
Hægt er að lesa nánar um könnunina í Morgunblaðinu í dag.