fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ásu Guðbjörgu og börnum brugðið eftir að lögreglan sneri aftur á heimili þeirra – „Þau bara ná ekki utan um þetta“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. maí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Long Island mætti í byrjun vikunnar aftur að heimili meinta raðmorðingjans, Rex Heuermann, til að framkvæma nýja húsleit. Tæpt ár er síðan Heuermann var handtekinn og fjölskylda hans hrakin af heimili sínu í 12 daga á meðan lögregla sneri þar öllu á hvolf. Eiginkona Heuermann er af íslenskum ættum, Ása Guðbjörg Ellerup, og saman eiga þau dótturina Victoriu og eins hafði Rex gengið syni ásu úr fyrra sambandi, Christopher, í föðurstað.

Dóttir Ásu og Rex, Victoria Heuermann, er var að sögn fjölmiðla ein heima þegar lögreglu bar að garði í byrjun vikunnar. Hún var beðin um að yfirgefa svæðið á meðan húsleit færi fram. Húsleit stendur enn yfir og ekki er ljóst hverju lögreglan er að leita að.

Ómögulegt að setja sig í spor Ásu og barna

Lögmaður Ásu, Robert Macedonio, segir ótrúlegt hvað lögregla ætli að leggja á eina fjölskyldu.

„Það er ekki. hægt að ímynda sér hryllilegra ár en það sem þessi fjölskylda hefur nú gengið í gegnum. Ég myndi aldrei gera lítið úr reynslu fjölskyldna fórnarlambanna – en engu að síður er sú staða komin upp að Ása, Victoria og Christopher eru fórnarkostnaður þessa máls. Hvort sem Rex verður fundinn saklaus eða sekur – ef Rex verður sýknaður, þá eru líf þeirra engu að síður í rúst því hann verður áfram þekktur sem raðmorðingi. Ef hann er sakfelldur þá verða þau ávallt þekkt sem kona og börn raðmorðingja.“

Macedonio bendir á að Victoria, sem er 27 ára, starfaði fyrir föður sinn síðasta sumar þegar hann var handtekinn. Hvar eigi hún nú að fá vinnu?

„Hver myndi ráða hana?“

Að sögn Macedonio hafði Ása ekki hugmynd um að til stæði að framkvæma nýja húsleit og henni hefur ekki verið tilkynnt hvenær hún fái heimili sitt aftur til umráða.

„Þau gengu í gegnum þetta fyrir ári síðan og nú byrjar þetta aftur? Við vitum ekki hvers vegna eða hverju þeir leita að, hvað þeim yfirsást.“

Skrapp heim til að sækja bílinn

Macedonio getur ekki ímyndað sér að lögreglu hafi nokkuð yfirsést enda var húsleitin síðasta sumar sú nákvæmasta og umfangsmesta sem hann hefur orðið vitni að á sínum ferli. Heimili Ásu var snúið á hvolf, allt rifið upp úr skúffum, úr skápum og jafnvel gólfið rifið upp. Bakgarðurinn var grafinn í sundur, hvolft úr öllum kössum og ekki hirt um að ganga frá einu né neinu. Ása og börnin fengu heimilið aftur í sínar hendur, eftir 12 daga húsleit, sem rjúkandi rúst og þurftu að hafast við á þeim fáu fermetrum sem ekki voru þaktir drasli. Og það á þeirra verstu tímum.

„Þau bara ná ekki utan um þetta. Þau höfðu aldrei getað séð þetta fyrir í fyrra og svo aftur núna.“

Það var aðeins fyrir tilviljun að Victoria var stödd á heimili fjölskyldunnar á Long Island. Þau hafa undanfarið dvalið í annarri eign sinni í Suður Karólínu. Macedonio hafði þó skutlað Victoriu til Long Island því hún ætlaði að sækja þar bíl sinn. Hún stoppaði heima um stund og einmitt þá bankaði lögreglan upp á.

Saksóknaraembættið heldur spilunum þétt að sér. Héraðssaksóknarinn Tierney neitar að tjá sig um húsleitina en ágangsharðir fjölmiðlar og unnendur sannra sakamála hafa vaktað vettvang og greint jafn harðan frá nýjum vendingum. Sést hefur til lögreglu færa heilu kassanna af mögulegum sönnunargögnum yfir í bíla sína og eins hefur réttarmeinalæknir sést á svæðinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans