Þetta kemur fram í daglegri stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins en ráðuneytið birtir daglegar stöðufærslur um gang stríðsins.
Ráðuneytið segir að nú síðast hafi rússneska herlögreglan lýst eftir eftir fyrrverandi fanga, sem var fenginn til liðs við herinn, sem er sagður hafa banað sex rússneskum hermönnum í byrjun mánaðarins.
Ráðuneytið segir að fyrrum refsifangar, sem hafa verið sendir beint á vígvöllinn úr fangelsum, séu stærsti hópur þeirra sem tengjast skotárásum á aðra hermenn.
Þess utan hafa átök blossað upp á milli mismunandi hópa, oft á grunni uppruna hermannanna, í rússneska hernum. Á síðasta ári lenti rússneskum hermönnum saman við hermenn frá Téteníu með þeim afleiðingum að 11 féllu í valinn. Áfengisneysla er sögð hafa komið sterklega við sögu í því máli.