fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Einbýlishús verða byggð á Óla Run túni í Hafnarfirði – Taka tíunda hluta hins vinsæla útivistarsvæðis

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 22. maí 2024 11:30

Sérstök Facebook grúbba er til til stuðnings Óla Run túni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar stefnir á að þétta byggð á hinu svokallaða Óla Run túni í Suðurbænum. Byggð verða um tíu einbýlishús á túninu. Íbúum í nágrenninu hefur verið mjög umhugað að halda túninu sem grænu svæði.

Mál túnsins voru rædd á fundi skipulags og byggingarráðs á fimmtudag, 16. maí. Þar var lagt fram að breyta aðalskipulagi bæjarins með breytta landnotkun túnsins í huga.

„Hugmynd okkar er að þarna komi, nokkur sérbýli, sennilega tæplega tíu,“ segir Skarphéðinn Orri Björnsson, formaður ráðsins, við DV. „Jafnframt verði svæðið að öðru leyti skipulagt og gert að útivistarsvæði fyrir hverfið.“ Verður byggt á um tíunda hluta túnsins.

Á fundinum ítrekuðu fulltrúar Samfylkingar að græn svæði stuðli að bættri lýðheilsu, útivist og gæðum byggðar.

„Með nýrri byggð á Óseyrarsvæði mun íbúum svæðisins fjölga og um leið eykst þörfin eftir grænum svæðum. Samfylkingin leggur til að stofnaður verði starfshópur sem skoði möguleika umræddra svæða í samráði við íbúa Hafnarfjarðar og aðra hagaðila,“ segir í bókun þeirra.

Íbúar í nágrenninu eru sumir hverjir uggandi um að þrengt verði að túninu. En slíkt hefur ítrekað verið í umræðunni áður. Meðal annars árin 2018 og 2022, en þá var hætt við áformin eftir mótmæli íbúa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Salvar Þór 12 ára trónir enn á toppnum

Salvar Þór 12 ára trónir enn á toppnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður