fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Fisfélagið segir vindmyllur skapa hættu – Truflar flugkennslu og þyrlur Landhelgisgæslunnar

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 21. maí 2024 14:00

Vindmyllurnar hafa mikil áhrif á fisin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fisfélag Reykjavíkur segir að vindmyllur geti ógnað flugöryggi. Fis þurfi að fljúga hærra og á sumum stöðum verði flug hreinlega ekki mögulegt verði vindmyllur reistar.

Fis eru ýmis konar svifvélar, svo sem svifdrekar og svifvængir. En einnig eru til vélknúin fis. Fisfélag Reykjavíkur hefur verið starfrækt síðan árið 1978.

Í umsögn Jónasar S. Sverrissonar formanns um þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku segir að félagið geri sér grein fyrir mikilvægi þess að afla orku til að halda landinu byggilegu. Hins vegar þurfi að tryggja að orkuframleiðslan valdi ekki fólki hættu, geri land ónothæft, skaði náttúru eða breyti ásýnd lands svo að það hafi áhrif á upplifun fólks og ferðamanna.

Í túnfæti félagsins og kennslu

Nefnir Jónas að þetta mál sé mjög aðkallandi fyrir Fisfélag Reykjavíkur þar sem í undirbúningi sé uppsetning vindmyllugarða við túnfótinn hjá starfsemi félagsins.

„Þessar virkjanir munu hafa talsverð neikvæð áhrif á starfsemi félagsins sem og annarrar flugtengdrar starfsemi hjá Svifflugfélagi Íslands á Sandskeiði og flugstarfsemi á Tungubökkum í Mosfellsbæ, fyrir utan auðvitað Reykjavíkurflugvöll,“ segir Jónas í umsögninni.

Segir hann að leynt og ljóst sé verið að stefna að því að loka Reykjavíkurflugvelli. Rætt hafi verið um að flytja allt kennsluflug á flugvöllinn á Sandskeiði. Þetta geri ekkert annað en að auka mikilvægi þess flugsvæðis sem í dag hefur verið skilgreint sem þjálfunarsvæði fyrir flug, það er Austursvæði. Þetta er svæðið frá Selvatni að Hengli og frá Grímnmansfelli að Sandskeiði.

„Það vill svo til að tvö fyrirtæki, Zephyr og Orkuveita Reykjavíkur hyggja á uppsetningu vindorkuvirkjana á sama svæði og þar með gera að engu mest notaða svæði á landinu til kennslu í flugi og almenningsflugs,“ segir Jónas. „Auk þess er svæðið mikilvægt fyrir að og fráflug frá Reykjavík.“

Truflar kennslu og björgunarþyrlur

Að sögn Jónasar munu vindmyllur hafa mikil áhrif á allt flug um þetta svæði. Verða farartækin neydd til þess að fljúga hærra sem er alls ekki gott. Á Austursvæðinu er algengt að ský séu það neðarlega að ekki verði hægt að fljúga yfir áætlaðar vindmyllur.

Dökka svæðið er hið svokallaða Austursvæði. Mynd/Fisfélag Reykjavíkur

Algengt er að ekki sé hægt að fljúga yfir Hellisheiðina vegna lágra skýja en þess í stað er hægt að fylgja Nesjavallavegi þar sem landslag er lægra, eða Mosfellsdalinn. Þetta á ekki aðeins við um kennsluflug heldur einnig fari þyrlur Landhelgisgæslunnar þarna yfir þegar lágskýjað er.

„Það mætti ganga svo langt að segja að flug á minni vélum er ekki mögulegt ef veður er þannig að ekki er hægt að fara yfir vindmyllurnar en hins vegar lítið mál að fljúga í sömu hæð og ætlaðar vindmyllur undir skýjum,“ segir Jónas. „Þessar aðstæður eru mjög algengar og myndi valda því að flug mynni flugvéla til og frá höfuðborgarsvæðinu í austurátt nær ómögulegt og jafnvel hættulegt.“

Fisin taka á sig alla ókyrrð

Fisin séu lítil og létt og taki á sig alla ókyrrð í lofti, þar á meðal frá stórum vindmyllum. Uppsetning þeirra gæti gert flug ómögulegt á sumum svæðum. „Mjög mikilvægt er að í tillögunni verði kveðið fastar að orði með tillit til truflana sem vindorkuvirkjanir muni hafi á flugumferð og flugöryggi ásamt truflunum á fjarskipti og radar. Tillagan í heild mætti vera strangari gagnvart hugsanlegum áhrifum á líf og störf fólks, náttúru og upplifun svæðis,“ segir Jónas að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans