Þann 2. maí síðastliðinn var þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni.
Maðurinn er sakaður um að hafa brotið gegn stúlkunni á þáverandi heimili þeirra en tímasetningar eru hreinsaðar út úr ákæru sem DV hefur undir höndum. Maðurinn er sakaður um að hafa slegið stúlkuna í fjölda skipta á rassinn og í eitt skipti nuddað beeran rass hennar, læri og innanverð læri. Aldur stúlkunnar kemur ekki fram.
Héraðssaksóknari krefst þess að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Móðir barnsins krefst fyrir hönd þess miskabóta upp á tvær milljónir króna.
Réttarhöld í málinu verða við Héraðsdóm Suðurlands og er þinghald lokað.