fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 17. maí 2024 16:30

Magnað yrði að sjá þessa geit rísa í Grindavík. Mynd/MK Illuminations

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verið er að reyna að safna fé hjá nágrannasveitarfélögum Grindavíkur til þess að reisa vonarvita, það er upplýsta Grindavíkur geit. Um er að ræða skúlptúr svipaðan og jólaköttinn sem stendur við Lækjartorg í Reykjavík í kringum jólin.

Grindavíkurgeitin yrði engin smásmíði, tæpir fjórir metrar á hæð og myndi vega 202 kíló. Frummyndin er hafurinn í skjaldarmerki Grindavíkurbæjar, sem tekið var í notkun árið 1986, og vísar í Landnámu sem segir að Molda Gnúpur Hrólfsson og hans synir hafi numið land í Grindavík.

„Þeir voru fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi. Björn dreymdi um nótt, að bergbúi kæmi að honum og bauð að gera félag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir það kom hafur til geita hans og tímgaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð skjótt vellauðugur, síðan var hann Hafur-Björn kallaður. Það sáu ófreskir menn, að landvættar allar fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim Þorsteini og Þórði til veiða og fiskjar,“ segir í Landnámu.

Færanlegt ljós í myrkrinu

Fyrirtækið Garðlist hefur sent erindi á sveitarfélög til að athuga áhuga á fjármögnun verksins, sem yrði keypt frá framleiðandanum MK Illuminations í Austurríki. En kostnaðurinn er 20.179 evrur, eða rúmar þrjár milljónir króna. Í erindinu segir að ef tíu nágrannasveitarfélög taki þátt sé kostnaðurinn 317.685 krónur á hvert sveitarfélag.

„Hugmyndin er að nágrannar Grindvíkinga gefi þeim hana í jólagjöf og verði þar með færanlegur Vonarviti þeirra, hvar sem aðgengið er, ljósið í myrkrinu,“ segir í erindinu.

Sami framleiðandi smíðaði jólaköttinn sem staðið hefur á Lækjartorgi undanfarin ár. Hann var smíðaður árið 2018, lýstur upp með 6500 led ljósaperum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“