Tilkynning um málið barst á þriðja tímanum í fyrrinótt og kom hún frá skipstjóra annars strandveiðibáts. Tókst honum að bjarga Þorvaldi úr sjónum en ljóst er að litlu mátti muna að illa færi.
Þorvaldur segir stuttlega frá málinu í samtali við Morgunblaðið í dag.
„Þetta gerðist allt í einu og mér að óvörum. Raunar átta ég mig ekki á því hvernig atburðarásin nákvæmlega var,“ segir hann.
Þorvaldur slapp ómeiddur en honum hafði tekist að klæða sig í björgunargalla sem sjór flæddi inn í. Þorvaldur er búinn að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins en segir að mestu máli skiptir að hann sé óslasaður.
Grunur leikur á að flutningaskip sem var á þessum slóðum hafi rekist utan í bát Þorvaldar með þeim afleiðingum að honum hvolfdi. Skýrsla var tekin af skipstjóranum í gær og miðað við myndir af skipinu bendir ýmislegt til þess að það hafi rekist í bátinn.
„Trúlega rákumst við saman, þessi útlendi dallur og ég,“ segir hann við Morgunblaðið.
Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga