fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. maí 2024 10:30

Rúnar Hroði Geirmundsson Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er minn karakter. Ég hef verið kallaður þetta í 17 ár,“ segir Rúnar Hroði Geirmundsson sem ekki varð ágengt í vikunni í baráttu sinni til að fá nafnið Hroði samþykkt hjá mannanafnanefnd. Rúnar var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem hann fór yfir málið.

Greint var frá því í gær að mannanafnanefnd hefði hafnað eiginnafninu Hroði á þeim grundvelli að það gæti valdið „nafnbera ama“.

Þá kom fram í niðurstöðu nefndarinnar að það hefði neikvæða og óvirðulega merkingu og mjög óvirðulega merkingu í skyldum orðum eins og hroðalegur, hroðamenni og hroðaverk.

Var kallaður Hroði af vini sínum sem nú er látinn

Rúnar sagði frá því í viðtalinu hvernig það kom til að hann ákvað að nota millinafnið Hroði. Til að gera langa sögu stutta var Rúnar atvinnumaður í kraftlyftingum og einn af okkar fremstu á því sviði.

„Þegar ég byrjaði að keppa var ég ekkert rosalega sterkur,“ sagði hann. Vinur hans, sem nú er fallinn frá, hafi haft á orði að hann væri „hroðalegur“ og hann væri „hroði“.

„Það var grín því ég var lítill og ég gat ekkert. Ég sagði alltaf að ég myndi verða heimsmeistari í kraftlyftingum sem ég varð en það tók 12 ár. Þetta var mín sjálfsmynd, það var ég sem hroðinn sem kláraði það verkefni eins og öll þau verkefni sem ég tek að mér.“

Rúnar segir að hann þrífist í mótlæti og allir þekki hann sem Hroða. Það kom fólki sem hann hefur kynnst á síðustu 10-12 árum að hann heiti það ekki í þjóðskrá.

Heimir Karlsson, annar af þáttastjórnendum Bítisins, benti á að það væri nú þekkt úr íþróttum að menn fái viðurnefni sem þeir síðan sitja uppi með. Undir það tók Rúnar.

„Það er akkúrat þannig með mig. Ég hef snúið þessu upp í mjög jákvæðan hlut og enginn tengir þetta nafn við neikvæða hluti. Fólki tengir það við mig og mína þrautseigju, þetta er bara ég. Ég heiti bara Rúnar Hroði.“

Galið fyrirkomulag

Rúnar sagðist hafa sótt um að fá að heita Hroði fyrir margt löngu en fengið synjun á þeim grundvelli að ekki væri um samþykkt nafn að ræða. Fékk hann þau skilaboð að hann þyrfti að borga fyrir það að nafnið yrði tekið fyrir á fundi mannanafnanefndar. Hann ákvað þó að láta á það reyna fyrir skemmstu, ekki síst í ljósi þess að vinur hans sem gaf honum nafnið er nú látinn.

Rúnar er gagnrýninn á fyrirkomulagið hér á landi og segir galið að þurfa að borga einhverri nefnd sem ákveður hvað þú mátt heita eða ekki heita. Hann segist hafa átt von á því að nafnið yrði samþykkt enda tekur það íslenskri eignarfallsendingu og er ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls.

„Svo fæ ég þær skýringar að þetta þyki of hroðalegt,“ segir Rúnar og bætir við að það sé skrýtið að einhver ókunnugur geti lagt mat á þetta fyrir hans karakter. Benti hann á að það væri í lagi að heita nöfnum eins og Ljótur og Hrappur og það væri ákveðinn tvískinnungur fólginn í því að leyfa þessi nöfn en banna nafnið Hroði.

Rúnar segist ætla að fara alla leið með málið.

„Ég er búinn að fá mér lögfræðing sem er byrjaður í þessu fyrir mig. Ég gefst ekkert upp,“ sagði Rúnar sem er alveg tilbúinn að verða „óþolandi á allan hátt“ til að fá sínu framgengt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks