fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Segir vafasama aðila hafa fengið ríkisborgararétt í gegnum Alþingi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. maí 2024 14:30

Jón Gunnarsson. Mynd: Ernir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir dæmi um að vafasamir aðilar hafi fengið íslenskan ríkisborgararétt í gegnum Alþingi. Þetta kom fram á Bylgjunni í morgun.

Morgunblaðið greindi frá því að Jón hefur ritað forsætisnefnd Alþingis bréf þar sem farið er fram á að þingmenn fái aðgang að þeim umsóknum um ríkisborgararétt sem nú liggja fyrir á Alþingi, sem og fylgigögnum.

„Ég tel að Alþingi verði að breyta vinnu­lagi sínu í þess­um mál­um. Regl­an á að vera sú að fólk fari í gegn­um gild­andi lagaum­hverfi um veit­ingu rík­is­borg­ara­rétt­ar hér á landi, en þingið komi ein­ung­is að slík­um veit­ing­um í al­ger­um und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um,“ seg­ir Jón við Morgunblaðið.

Hann lýsir því á Bylgjunni að mjög hafi færst í vöxt fyrir allmörgum árum að fólk tæki upp á því að sækja um ríkisborgararétt beint til Alþingis í stað þess að fara hefðbundna leið í gegnum Útlendingastofnun. Hafi mál þróast þannig að smám saman hafi það orðið meginregla að fólk sæki beint um ríkisborgararétt til Alþingis.

„Það hafa komið upp brotalamir við veitingu ríkisborgararéttar, það hafa verið upplýsingar um að fólk sem ætti raunverulega ekki að hafa rétt á að fá ríkisborgararétt, upplýsingar jafnvel þar sem lögreglan hefur efasemdir og svo framvegis, hafa fengið ríkisborgararétt. Ríkisborgararéttur er óendurkræfur. Þú tekur hann ekki aftur af fólki,“ sagði Jón við Bylgjuna.

Í viðtali við Morgunblaðið varar hann við því að Alþingi afgreiði umsóknir um ríkisborgararétt í blindni. „Ég tel ekki eðli­legt að þing­menn af­greiði um­sókn­ir um rík­is­borg­ara­rétt í blindni og án þess að vita neitt um hvaða fólk þar er að ræða og hvað býr að baki, en dæmi eru um að fólk hafi fengið rík­is­borg­ara­rétt hér á landi sem með réttu hefði ekki átt að hljóta hann.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“