fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Forsætisráðherra Slóvakíu skotinn nokkrum sinnum og í lífshættu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. maí 2024 14:54

Robert Fico

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, var skotinn nokkrum skotum og er í lífshættu eftir árás fyrr í dag. Atvikið átti sér stað að loknum ríkisstjórnarfundi í bænum Handlova, um 150 kílómetra norðaustur af höfuðborginni Bratislava, þegar ráðherrann var staddur fyrir utan menningarhús bæjarins.

Fjölmörg vitni voru að árásinni. Hefur komið fram í erlendum miðlum að sumir á vettvangi hafi heyrt allt að 3-4 skot og sést hafi blóð á bringu og höfði forsætisráðherrans. Fréttamiðlar í Slóvakíu segja hins vegar að Fico hafi verið skotinn í kviðinn, handlegg og fótlegg.  Árásarmaðurinn er sagður hafa virst ætla að heilsa Fico þegar hann dró skyndilega upp byssu.  Var hann yfirbugaður á vettvangi og færður í járn. Öryggisverðir héldu á Fico inn í nærliggjandi bifreið sem keyrði með hraði með hann á brott. Þyrla var síðan kölluð út til að flytja Fico á spítala á næsta sjúkrahús.

Á myndum og myndböndum af vettvangi má sjá að árásarmaðurinn lá í drjúga stund í jörðinni eftir ódæðið undir vökulu auga lögreglumanna.

Árásarmaðurinn í haldi lögreglu. Mynd/Reuters

Fico gegnir nú embætti forsætisráðherra Slóvakíu í þriðja sinn en hann er afar umdeildur í heimalandi sínu. Hann er sagður vera popúlisti og er gjarnan líkt við Donald Trump. Þannig hefur hann andúð á blaðamönnum og hjólar gjarnan í innflytjendur sem og meðlimi LGBTQ+ samfélagsins. Hann hefur samúð með málstað Rússa og verið talsmaður þess að friðarsamningar verði undirritaðir milli Rússlands og Úkraínu. Þá lofaði hann meðal annars í kosningabaráttu sinni að takmarka fjárhagsaðstoð til Úkraínu.

Gagnrýnendur hans hafa miklar áhyggjur af því að hann færi Slóvakíu frá vesturs til austurs, líkt og kollegi hans Viktor Orban í Ungverjalandi rær öllum árum að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“