Fyrirtaka var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli þar sem manneskja (kyn kemur ekki fram í ákæru) er ákærð fyrir að hafa svipt foreldri umsjón með barni sínu.
Ákærði/ákærða er sakaður/sökuð um að hafa neitað að afhenda barnið til hins foreldrisins eftir að barnið hafið dvalist á heimili ákærða samkvæmt samkomulagi við hitt foreldrið. Átti þetta sér stað á árunm 2020 og 2021.
Barnið var með skráð lögheimili hjá foreldrinu sem varð fyrir hinu meinta broti. Foreldrarnir voru með sameiginlega forsjá á tímabilinu þegar barnið dvaldist á heimili ákærða aðlians en frá árinu 2021 hefur foreldrið sem var brotið á farið með forræði barnsins.
Héraðssaksóknari krefst þess að ákærða verði gerð refsing og verði látin(n) greiða allan sakarkostnað.
Foreldrið gerir kröfu um miskabætur upp á tíu milljónir króna. Ennfremur er gerð fyrir hönd barnsins krafa um skaðabætur upp á hátt í 20 milljónir króna, eða 19.445.695 kr.