fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. maí 2024 15:00

Víkingur Heiðar Ólafsson Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Funheit umræða blossaði upp í lok vikunnar þegar að hver „Covid-hetjan“ á fætur annarri steig fram og lýsti yfir stuðningi sínum við forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Þar á meðal voru það Þórólfur Guðnason, fyrrum sóttvarnarlæknir, Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna.

Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason, sem er yfirlýstur stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar, var einn þeirra sem gagnrýndi stuðningsyfirlýsingar þessara einstaklinga harkalega. „Nú vantar bara lögreglustjórana á Suðurnesjum og Reykjavík, og ríkislögreglustjóra að auki. Og hvað með Guðna Th? Fæst hann ekki til að styðja líka? Maður bara trúir því ekki að nú eigi að misnota Covid og hetjur þess til að auka fylgið,“ skrifaði Hallgrímur á Facebook-síðu sinni og kveikti þar með í umræðubáli þar sem sitt sýndist hverjum.

Létu fjölmargir í sér heyra og gagnrýndu Katrínu Jakobsdóttir harðlega en þá kvað píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson sér hljóðs og svo eftir var tekið. Víkingur Heiðar tjáir sig ekki oft opinberlega en hann kom Katrínu til varnar og sagði gagnrýna á hana vera til marks um hvað Íslendingar séu stóryrtir í garð kvenna sem stígi til hliðar í pólitíkinni.

„Katrín er gríðarsterkur kandídat enda er eins og furðu margir sem styðja aðra setji miklu meiri kraft í að hneykslast á henni (og hennar stuðningsfólki), stundum með ótrúlegu orðavali, frekar en að tala fyrir sínu forsetaefni. Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum og að margir séu orðnir hugsi yfir því hvernig ótal margir Íslendingar tala um kvenstjórnmálaskörunga um leið og þær yfirgefa valdastöður, Steinunn Valdís, Ingibjörg Sólrún, Jóhanna Sigurðardóttir, Hanna Birna, Katrín Jakobsdóttir…,“ skrifar Víkingur Heiðar.

Athugasemd hans vakti talsverð viðbrögð í þræðinum en bentu aðrir til að mynda á að óheppilegt sé að forsætisráðherra sé að sækjast eftir forsetaembættinu, líkt og Katrín reynir nú, og þá eigi einstaklingar í valdastöðum, eins og til að mynda Víðir, ekki að vera að skipta sér að kosningum með þessum hætti. Því var Víkingur Heiðar ósammála.

„En svo má spyrja hvort við treystum ekki einmitt lýðræðisvitund fólks nógu vel til að gera ráð fyrir að það geti gert greinarmun á tilmælum Víðis á vegum Almannavarna eða því hvort hann styðji Katrínu eða Baldur eða hvern sem er í forsetakjöri? Hvort hann styðji Val eða KR? Hvort embættismenn og stjórnmálafólk hafi ekki rétt til að tjá sig í forsetakosningum. 3 af 6 forsetum Íslands hafa verið flokkspólitískir en allir sýndu þeir að mínu mati að það hafði ekki neikvæð áhrif á störf þeirra í embætti. Síður en svo. Og allir voru þeir studdir af ýmsu frammáfólki síns tíma í baráttunni fyrir kjöri,“ segir Víkingur Heiðar.

Hann  áréttaði svo að honum þætti umræðan í garð Katrínar vera yfirgengileg á köflum. “ Ég er á því að öllum sé frjálst að bjóða sig fram í lýðræðislegum kosningum og taka svo vali þjóðarinnar hvert sem það verður. Fráfarandi forsætisráðherra leggur meira undir þar en gengur og gerist en mér fannst viðtalið við Katrínu í Heimildinni í dag ansi áhugavert í því samhengi. Engan öfunda ég af því að standa í forsetaframboði eins óvægin og hreinlega rætin og orðræðan er víða. Þvílík martröð. Ég kann betur og betur við hreinlega alla frambjóðendur þessa árs af þessum sökum, finn til með þeim og dáist svolítið að þeim,“ skrifaði Víkingur Heiðar.

Hér má lesa þráðinn athyglisverða sem sprakk út í kjölfar athugasemdar Hallgríms:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans