Héraðssaksóknari hefur ákært konu á sextugsaldri fyrir fjárdrátt í störfum sínum sem skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn. Er konan sökuð um að hafa dregið sér rúmlega 8,6 milljónir króna af fjármunum Grunnskólans á Þórshöfn og félagsmiðstöðvarinnar Svarthols í Langanesbyggð frá október 2016 til mars 2020.
RÚV greinir frá.
Féð sótti konan af reikningum sem hún hafði prókúsu fyrir og millifærði á eigin bankareikning. Upphæðirnar voru allt frá 9.500 krónum upp í 1,4 milljónir. Voru þetta alls 64 millifærslur frá Grunnskólanum á Þórshöfn upp á rúmlega 8 milljónir króna og tíu millifærslur frá félagsmiðstöðinni upp á samtals 600 þúsund krónur.
Héraðssaksóknari krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og að hún endurgreiði féð sem hún dró sér.