fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. maí 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri sjónvarpsþáttarins Spursmála á mbl.is, lætur þá sem gagnrýnt hafa þáttinn undanfarið ekki eiga neitt sinni hjá sér. Í nýjum pistli beinir hann spjótum að skrifum rithöfundarins Kristínar Helgu Gunnars og í leiðinni lætur hann Blaðamannafélagið fá það óþvegið.

Kristín Helga var ósátt við viðtal Stefáns Einars við forsetaframbjóðandann Höllu Hrund en Stefán Einar þótti ganga hart gegn frambjóðandanum. Kristín Helga sagði í pistli um málið að með viðtalinu hefði blaðamennska á Íslandi náð nýjum ósiðlegum lægðum:

„Blaðamennska á Íslandi nær hér nýjum ósiðlegum lægðum þegar siðfræðingurinn á Mogganum ákveður sjálfur að grilla forsetaframbjóðandann Höllu Hrund á meðan eiginkona hans og flokksgæðingur situr í starfinu hennar í boði orkumálaráðherra. Óligarkíið Ísland í sinni nöktustu mynd. Og blaðamaðurinn sér greinilega ekkert ósiðlegt við að setja sig í þessa aðstöðu þótt siðfræðingur sé. En mikið stóð hún sig vel, var málefnaleg og skýr, á meðan siðfræðingurinn hlustaði ekki en keyrði áfram á sínum bláa skriðdreka. Það er svo athyglisvert að horfa á fólk sem hlustar ekki, en bíður þess aðeins að keyra aftur af stað og er með fyrirfram skrifaða áætlun um að gera viðmælandann tortryggilegan. Algjörlega magnað viðtal og dæmi um svo margt sem er að í stóru myndinni. Það er þessi samtalstækni sem er í raun mein heimsins. Þetta er skaðinn í fáveldinu okkar og þetta er einmitt það sem veldur því að þessi þjóð vill greinilega ekki, samkvæmt skoðanakönnunum, gamla pólitíkusa í forsetastólinn núna.“

Saka Kristínu um að níða skóinn af eiginkonu hans

„Það er víða sem Spursmál valda sálum landsins hugarangri. Eitt dæmið er af rithöfundinum Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, sem vill meina að viðtal mitt við Höllu Hrund Logadóttur, frá síðasta föstudegi sé ný „ósiðleg lægð“ í íslenskri blaðamennsku. Og henni finnst það ekki nóg. Rétt og siðlegt finnst henni að blanda konunni minni inn í málið og níða af henni skóinn – bara svona í kaupbæti. Þetta er manneskja sem gefur sig út fyrir að skrifa og gefa út barna- og unglingabækur. Reyndar á minn kostnað og annarra skattgreiðenda sem fáum ekkert að segja um þann fjáraustur sem engu skilar til samfélagsins,“ segir Stefán Einar.

Hann fer nokkrum orðum um frábærar viðtökur sem Spursmál hafa fengið, þær séu svo magnaðar að hann geti ekki annað en þakkað fyrir þær auðmjúklega. „Fólk sem býr yfir þokkalegri hugarró og er laust við hatur í garð náungans sér að þessi viðtöl draga fram áhugaverða þætti í karakter og fortíð frambjóðendanna, en með slíkar upplýsingar í höndunum geta kjósendur betur ákveðið hvern þeir vilja sjá á stóli forseta næstu fjögur árin.“

Stefán Einar kannast hins vegar vel við að búa yfir bláum skriðdreka:

„Eitt er þó satt og rétt í pistli rithöfundarins hugumprúða. Ég ek um á skriðdreka. Og honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar, rétt eins og í síðustu alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Vopninu er beitt í þágu tjáningarfrelsis og lýðræðis. Kommar á borð við Kristínu Helgu hafa alltaf haft horn í síðu þeirra gilda. Jafnvel þótt þeir viðurkenni það ekki opinberlega.“

Segir Blaðamannafélagið ekki vera í blaðamennsku

Stefán Einar segir að ekkert heyrist í Blaðamannafélaginu varðandi þann óhróður sem hann og eiginkona hans verði fyrir. Enda sé félagið ekki í blaðamennsku heldur vinstri pólitík:

„Þrátt fyrir árásir Kristínar Helgu og nokkurra annarra „málsmetandi“ menningarfrömuða á mig, konu mína, Spursmál og Morgunblaðið, heyrist ekki múkk í Blaðamannafélaginu, sem þó hefur haldið því fram að undanförnu að blaðamennska hafi aldrei verið mikilvægari. Það er nefnilega með það ónýta félag að það tekur aldrei til varna fyrir Morgunblaðið. Það er vegna þess að Blaðamannafélagið er ekki í blaðamennsku, það er bara í hreinni vinstri pólitík. En það er allt í lagi. Mogginn þarf ekki aðra sér til varnar. Mogginn á sína skriðdreka sjálfur.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað