fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. maí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona hefur verið dæmd í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ýmis brot sem hún framdi á árunum 2022, 2023 og 2024 en flest voru þau framin í Reykjanesbæ. Játaði konan öll brotin.

Hún var ákærð fyrir að hafa í fyrsta lagi í apríl 2022 á Laugavegi við Nóatún í Reykjavík, sem ökumaður bifreiðar, opnað ökumannsdyr kröftuglega innan frá með öðrum fæti og veitt þannig með ásetningi lögreglumanni sem var við skyldustörf þungt högg á hægri fót með þeim afleiðingum að hann fann til í hægra hné.

Því næst var konan ákærð fyrir að hafa í apríl 2023 á Njarðarbraut við Nesvelli í Reykjanesbæ veist með ofbeldi að lögreglumanni sem var við skyldustörf og sparkað tvisvar í fætur hans.

Þriðja ákæruatriðið varðaði brot á fíkniefnalöggjöfinni með því að hafa í júlí 2023 haft í vörslu sinni 2,43 grömm af marijúana.

Það fjórða snerist um umferðarlagabrot með því að hafa í júlí 2023 ekið bifreið eftir Hafnargötu í Reykjanesbæ án þess að hafa kveikt á ökuljósum og fyrir að hafa, í kjölfar þess að lögreglan stöðvaði akstur hennar á Skólavegi, ekið af stað þrátt fyrir skýr merki og fyrirmæli um að stöðva og bíða. Konan hafi stöðvað bifreiðina aftur á Sólvallagötu en ekið aftur af stað, þrátt fyrir skýr merki og fyrirmæli um að stöðva og bíða, þegar lögreglumenn nálguðust bifreið hennar en akstur konunnar hafi að lokum verið stöðvaður á Hringbraut við Skólaveg í Reykjanesbæ.

Henti flugeldum úr bíl

Fimmta brotið sem konan var ákærð fyrir var umferðarlagabrot og brot á lögreglusamþykkt. Það fólst í því að hafa að nóttu til í janúar 2024 ítrekað kastað flugeldum frá bifreið þar sem hún stóð í lausagangi á bifreiðastæði við Hafnargötu móts við Skólaveg í Reykjanesbæ og þannig valdið ónæði, raskað næturró manna og raskað allsherjarreglu og í kjölfar afskipta lögreglu neitað að gefa upp nafn og kennitölu og ekki framvísað ökuskírteini.

Sjötta og síðasta brotið sem konan var ákærð fyrir  var að hafa í október 2023 sparkað í vinstri hlið lögreglubifreiða þar sem hún stóð kyrrstæð og mannlaus á bifreiðastæði við lögreglustöðina að Brekkustíg í Reykjanesbæ með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á vinstri hliðarspegli og forgangsljósi á sama spegli.

Konan viðurkenndi fyrir dómi að hafa gerst sek um öll þau brot sem hún var ákærð fyrir.

Hún hafði áður gerst sek um vopnalagabrot, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot.

Brotin gegn valdstjórninni sem konan var sakfelld fyrir í þetta sinn eru í dómnum sögð í eðli sínu alvarleg. Í dómnum segir enn fremur að konan sé sakfelld fyrir minni háttar eignaspjöll og fremur smávægileg brot gegn sérrefsilöggjöf. Var litið til þessa við ákvörðun refsingar, sem og til játningar konunnar fyrir dómi og þess að hún eigi ekki teljandi sakaferil að baki.
Þar af leiðandi þótti hæfilegt að dæma konuna í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hún var einnig dæmd til að greiða Lögreglustjóranum á Suðurnesjum um 72.000 krónur auk vaxta vegna skemmdanna sem hún olli á lögreglubílnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu