fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. maí 2024 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur borist ákæra frá Héraðdómi Reykjaness í máli er varðar barnslát við Nýbýlaveg. Móðir sex ára drengs hefur verið ákærð fyrir að hafa orðið honum að bana og fyrir tilraun til manndráps gagnvart 11 ára bróður drengsins.

Í ákæru kemur fram að drengurinn lést vegna köfnunar í svefni en móðirin er sögð hafa beitt kodda gegn honum er hann var sofandi, sem og höndum sínum. Hún er síðan sögð hafa gert tilraun til þess sama gagnvart bróður drengsins en hann vaknaði við atlögu hennar og losaði sig úr tökum hennar.

Ákæruliðirnir eru tveir og snerta hvor meint brot konunnnar gegn hvorum drengnum fyrir sig. Hvað varðar yngri soninn er hún ákærð fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Hvað varðar eldri soninn er hún ákærð fyrir tilraun til manndráps og brot í nánu sambandi.

Héraðssaksóknari krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Vegna láts yngri sonarins gerir aðstandandi kröfu um miskabætur upp á tíu milljónir króna. Fyrir hönd bróður hans er gerð miskabótakrafa upp á átta milljónir.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þinghald er lokað og því er ekki hægt að fá upplýsingar um hvort konan lýsti sig seka eða saklausa við þingsetninguna. Aðalmeðferð í málinu hefur ekki verið ákveðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“