fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 18:11

Sigmundur Davíð er allt annað en sáttur við nýja húninn í þinghúsinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrum forsætisráðherra, er annálaður áhugamaður um varðveislu gamalla húsa og ýmissa gripa og hefur verið talsmaður þess að byggt sé í eldri stíl en nú tíðkast.

Það þarf því ekki að koma á óvart að Sigmundur Davíð var allt annað en sáttur við þegar hurðarhúnn í Alþingishúsinu var uppfærður á dögunum.

„Það er búið að „laga” hurðarhún í Þinghúsinu. Nútíminn er trunta,“ skrifaði Sigmundur Davíð og birti myndir fyrir og eftir lagfæringuna á Facebook-síðu sinni.
Myndirnar vöktu uppnám og voru flestir á því að þarna væri um hræðilega breytingu að ræða. „Ekki í lagi,“ sagði meðal annars kollegi Sigmundar Davíðs, Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins.
Þá spyrja margir hvort að húsið sé ekki friðið og hvort ekki sé hægt að láta þessa breytingu ganga tilbaka.

Sitt sýnist hverjum og hér má sjá myndirnar sem Sigmundur Davíð tók:

Upprunalegi húnninn og svo lagfæringin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“