Sigmundur Davíð er allt annað en sáttur við nýja húninn í þinghúsinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrum forsætisráðherra, er annálaður áhugamaður um varðveislu gamalla húsa og ýmissa gripa og hefur verið talsmaður þess að byggt sé í eldri stíl en nú tíðkast.
Það þarf því ekki að koma á óvart að Sigmundur Davíð var allt annað en sáttur við þegar hurðarhúnn í Alþingishúsinu var uppfærður á dögunum.
„Það er búið að „laga” hurðarhún í Þinghúsinu. Nútíminn er trunta,“ skrifaði Sigmundur Davíð og birti myndir fyrir og eftir lagfæringuna á Facebook-síðu sinni.
Myndirnar vöktu uppnám og voru flestir á því að þarna væri um hræðilega breytingu að ræða. „Ekki í lagi,“ sagði meðal annars kollegi Sigmundar Davíðs, Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins.
Þá spyrja margir hvort að húsið sé ekki friðið og hvort ekki sé hægt að láta þessa breytingu ganga tilbaka.
Sitt sýnist hverjum og hér má sjá myndirnar sem Sigmundur Davíð tók: