fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. apríl 2024 16:43

Jón Steinar Gunnlaugsson. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Væntanlegt atkvæði Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, í forsetakosningunum, hefur verið á fleygiferð undanfarin sólarhring, á milli tveggja frambjóðenda, Höllu Hrundar Logadóttur og Arnars Þórs Jónssonar. Stuðningurinn við þá fyrrnefndu stóð hins vegar yfir í tæpar 300 mínútur.

Við greindum frá því fyrr í dag að Jón Steinar hefði lýst yfir stuðningi við Höllu Hrund í dag, í færslu á Facebook-síðu sinni, þar sem hann gerði einnig opinbert að áður hefði hann stutt Arnar Þór Jónsson.

Sjá einnig: Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Í færslu sinni fyrr í dag lýsti Jón Steinar yfir ánægju með glæsilegan árangur Höllu Hrundar í skoðanakönnunum en hún hefur undanfarið mælst efst frambjóðenda. Jón Steinar ritaði:

„Þar sýnist mér vera verðugur frambjóðandi, sem auk annars muni ekki hyggja á andstöðu við orkuöflun úr náttúruvænum auðlindum þjóðarinnar, ef Alþingi tekur ákvarðanir um slíkt. Ég hef fyrir mitt leyti fram til þessa stutt framboð Arnars Þórs Jónssonar en hann virðist ekki njóta nægilegs fylgis til að ná kjöri. Ég segi því bara: Kjósum Höllu Hrund.“

Segist hafa gert mistök

Jón Steinar birtir síðan yfirlýsingu um fjögurleytið í dag þar sem hann dregur stuðning sinn við Höllu Hrund til baka og lýsir aftur yfir stuðningi við Arnar Þór, sem hann þó áleit fyrr í dag að ætti ekki möguleika á embættinu:

„Mér varð á í messunni þegar ég setti inn færslu um stuðning við Höllu Hrund Logadóttur, að vísu að því tilskildu að hún myndi ekki beita sér gegn virkjunum ef hún kæmist í stólinn. Nú hefur mér verið sýnt efni sem sýnir að konan er einmitt á móti orkuvinnslu þó að hún sé náttúruvæn. Það þýðir að stuðningur minn við hana var byggður á misskilningi og er því dreginn til baka. Sá eini sem unnt er að styðja er því eftir sem áður Arnar Þór Jónsson.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Í gær

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld