Þegar lögregla kom á vettvang reyndist þarna vera stórt samkomutjald og að auki voru fimm svefntjöld. Ekki kemur fram í skeyti lögreglu hvar tjaldbúðirnar nákvæmlega voru reistar eða í hvaða tilgangi. Lögregla ræddi við forsvarsmenn tjaldbúðanna sem gátu ekki framvísað tilsettu leyfi frá Reykjavíkurborg.
Þá fékk lögregla tilkynningu um ungmenni sem höfðu klifrað yfir grindverk og tekið sér sundsprett eftir lokun. Haft var samband við foreldra ungmennanna og þau upplýst um málsatvik.
Alls voru 45 verkefni skráð í málakerfi lögreglu og þá bárust ýmsar aðstoðarbeiðnir vegna veikinda og fólks undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa.