fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðinlegt óhapp átti sér stað nú fyrir stundu við húsnæði Útlendingastofnunnar við Dalveg í Kópavogi þegar bifreið lenti í árekstri við bygginguna. Svo virðist sem að bílstjórinn, eldri kona, hafi fyrir mistök ýtt á bensíngjöf bifreiðinnar í stað bremsu og afleiðingarnar voru þær að bifreiðin klessti með miklu afli á bygginguna.

Talsverðar skemmdir urðu vegna slyssins. Rúða brotnaði og þá sprakk ofn sem gerði það að verkum að slökkviliðið var kallað á svæðið til að dæla burt heitu vatni sem seitlaði frá ofninum.

Lögreglan var fljót á vettvang enda hæg heimatökin, laganna verðir eru með skrifstofu í sama húsi.

Mbl.is greinir frá því að karlmaður sem sat við vinnu hafi slasast og verið fluttur á slysadeild en blessunarlega hafi meiðsli hans ekki verið alvarleg.

 

Frá slysstað við Dalveg
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo