fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði eru ósáttir við fyrirhugaðar áætlanir bæjarins að koma fyrir færanlegum kennslustofum á lóð Skarðshlíðarskóla.

Uppbygging á þessu svæði í Hafnarfirði, Skarðshlíðarhverfi og Hamranesi, hefur verið hröð á undanförnum árum og hefur íbúum fjölgað mikið.

Er nú svo komið að Skarðshlíðarskóli, sem hóf starfsemi sína haustið 2017, er sprungin og hefur Hafnarfjarðarbær nú óskað eftir fjórum færanlegum kennslustofum sem eiga að verða komnar upp á lóð skólans eigi síðar en 15. ágúst næstkomandi.

Íbúar eru óhressir við þetta og gagnrýna bæinn fyrir hægagang við byggingu skóla- og leikskóla í Hamranesi þar sem áætlaður íbúafjöldi verður hátt í 5.000 manns þegar hverfið verður fullbyggt. Þar sem bið verður á því að skóli þar komist í notkun þurfa nemendur þar að fara í Skarðshlíðarskóla.

Hafnarfjarðarbær fékk yfir sig talsverða gagnrýni undir færslu á Facebook í gær þar sem óskað var eftir færanlegum kennslustofum.

„Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn. Miðað við íbúðirnar sem verið er að byggja í Hamranesinu og fjölda barna sem munu verða í hverfinu væri Hafnarfjarðarbæ nær að setja gámana upp þar og byrja á að byggja skólann þar. Það er ekki alltaf bara hægt að setja plástur yfir skipulagsleysi hjá bænum og láta börnin okkar gjalda fyrir það,“ segir í einni athugasemd.

„Skammarlegt þetta skipulagsleysi hjá bænum ,“ segir í annarri á meðan einn bætir við að alltaf sé sama daga, byrjað sé á röngum enda og börnin látin sæta afgangi.

„Ég er alveg 100% viss um það elsku Hafnarfjarðarbær að allir foreldrar sem eru með börn í Skarðshlíðarskóla vilja þetta ekki og tökum þetta ekki í mál! Væri ekki bara best að hunskast til að byggja Hamranesskóla og troða þessum skúrum þangað? Af hverju er forgangsröðunin hjá ykkur ekki betri en þetta? Þetta er ykkar skita Hafnarfjarðarbær gerið betur,“ segir í enn annarri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns