Landsréttur mildaði í dag dóm Héraðsdóms yfir ungum kókaín-smyglara úr þriggja ára fangelsi í tveggja og hálfs árs fangelsi.
Maðurinn, sem er franskur ríkisborgari, var sakfelldur fyrir að flytja til landsins rúmlega tvö kíló af kókaíni, sem er býsna mikið magn, í flugi.
Efnin voru falin í fjórum niðursuðudósum í farangurstösku mannsins.
Við ákvörðun refsingar var horft til þess að maðurinn er ungur, fæddur árið 2002, en brotið var framið haustið 2023. Einnig var tekið með í reikninginn við ákvörðun refsingar að hann játaði brot sín skýlaust og var mjög samvinnuþýður við lögreglu.
Dóminn má lesa hér.