fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 14:30

Náðugt er í Lystigarðinum á Akureyri. Mynd/Akureyrarbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórn Akureyrar ákvað nýlega að taka upp gjaldtöku á salernum í Lystigarðinum á Akureyri. Nú hefur verið ákveðið að tvöfalda gjaldið.

Bæjarráð Akureyrar samþykkti tillögu Umhverfis- og mannvirkjaráðs á fundi sínum í gær. Áður hafði verið ákveðið að rukka eina evru inn á klósettin, sem eru um 150 krónur miðað við núverandi gengi. En með breytingunni verður aðgengið að klósetti hækkaður í 300 krónur.

Í minnisblaði ráðsins kemur fram að innleiðing á búnaði fyrir gjaldtöku standi yfir. Ýmsar ástæður eru tíundaðar fyrir þessari miklu hækkun, sem tekur gildi 1. maí næstkomandi.

„Ástæða þess að lagt er til að hækka gjaldið á hverja ferð er til að standa á móti þeim kostnaði sem hlýst við innleiðingu á gjaldtökunni ásamt rekstrarkostnaði við gjaldtökubúnaðinn og rekstrarkostnaði við salernin sjálf, auk fjölgunar á salernum á svæðinu,“ segir í minnisblaðinu.

Bæjarstjórn hefur farið ýmsar leiðir til að fjármagna rekstur Lystigarðsins og salernanna þar, sem kostar tugmilljónir króna á ári. Meðal annars valfrjáls framlög gesta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg