Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Fadi S.M. Bahar, 17 ára, en í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að það sé að beiðni barnaverndaryfirvalda.
Fadi er saður grannvaxinn og um 70 kg. Hann er 175 sm á hæð, með krullað hár og brún augu. Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Fadi, eða vita hvar hann er niðurkominn, eru beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 112, eða með tölvupósti á netfangið sudurnes@logreglan.is