fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Rússneskir glæpamenn í vanda vegna stríðsins – Hafa misst tengslin við úkraínska starfsbræður sína

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 07:00

Þetta fjölbýlishús í Kyiv skemmdist mikið í árás Rússa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir rúmum tveimur árum hélt Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, að Úkraínumenn myndu taka her hans opnum örmum. En tveggja ára grimmdarlegt stríð hefur fyrir löngu síðan gert út af við þessar ranghugmyndir hans og raunar kynt undir djúpstæðu hatri í garð Rússa meðal íbúa Úkraínu.

Þessi fjandskapur nær einnig til skipulagðra glæpasamtaka í báðum löndum og hefur stríðið haft mikil áhrif á evrópska undirheima þar sem rússnesk-úkraínsku smyglleiðirnar voru meðal þeirra mest notuðu.

En spurningin er hvort þetta haldi áfram. Þetta sagði Mark Galeotti, sérfræðingur í rússneskum málefnum sem og alþjóðlegri glæpastarfsemi, í í samtali við Jótlandspóstinn.

Hann sagði rússneskir og úkraínskir glæpamenn hafi óhindrað haldið samstarfi sínu áfram eftir að Rússar hernámu Krím 2014 en það hafi verið vendipunktur þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. „Að hluta vegna þess að stríðið var miklu umfangsmeira og kom í veg fyrir að hægt væri að flytja vörur. En einnig, og þetta er miklu mikilvægara, vegna þess að innan skipulagðra úkraínskra glæpasamtaka réði ekta ættjarðarást ríkjum á þessum tímapunkti,“ sagði hann.

Úkraínsk glæpasamtök óttast einnig að úkraínskar leyniþjónustustofnanir kúgi þau og beini spjótum sínum að þeim og það spilaði einnig hlutverk í þessari ákvörðun úkraínsku glæpamannanna.

„Eitt er að vera glæpamaður í Úkraínu en það er allt annað að umgangast Rússa. SBU, úkraínska innanríkisleyniþjónustan,  er byggð á grunni úkraínsku deildar KGB. Þetta er ekki blíð og góð leyniþjónusta,“ sagði Galeotti.

Samstarf rússnesku og úkraínsku glæpasamtakanna var ábatasamt fyrir báða aðila. Rússarnir höfðu aðgang að eftirsóttum varnaði frá austanverðum heiminum, til dæmis heróíni og fölsuðum vörum frá Afganistan. Úkraínumenn gátu síðan smyglað þessum varningi í vesturátt, til Evrópu, þar sem miklir peningar voru í boði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg