fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Hraðinn aukist margfalt hjá Póstinum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 09:50

Ósk Heiða Sveinsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjónusta Póstsins hefur aldrei verið hraðari að sögn Ósk Heiðu Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra viðskiptavina hjá Póstinum. Þar spilar sjálfvirknivæðingin meðal annars stórt hlutverk eins og segir í tilkynningu. 

„Við hjá Póstinum leggjum áherslu á að koma sendingum fljótt og örugglega til viðskiptavina. Núna í mars voru til dæmis 95% sendinga erlendis frá komnar í póstbox á höfuðborgarsvæðinu daginn eftir að vinnsla þeirra hófst en 72% þar af sama dag. Þetta er mikil bæting  frá því í ársbyrjun í fyrra en þá voru það ekki nema 31% erlendra sendinga sem fóru samdægurs í póstbox.”  

Vinnsla sendinga hefst í síðasta lagi næsta dag eftir að sendingin lendir á Keflavíkurflugvelli. „Það sem skýrir þennan árangur er bætt upplýsingaflæði og betri nýting upplýsinga. Okkar markmið er að sjá til þess að sendingarnar stoppi sem styst við á leið sinni til viðskiptavina og eins og þessar tölur sýna þá hefur það tekist vel,“ segir Ósk Heiða.

Beint í hendur viðskiptavina

Þjónustan hefur að sögn Óskar Heiðu aldrei verið hraðari. „Ástæðan fyrir því að hraðinn hefur aukist margfalt á undanförnum misserum er meðal annars sjálfvirknivæðingin. Þegar einhver pantar vöru í erlendri netverslun berast upplýsingarnar um leið í kerfið okkar í gegnum póstfyrirtækið sem við erum í samstarfi við. Þar af leiðandi getum við afgreitt vöruna hraðar í hendur viðskiptavina.“

Hún segir að með þessu móti sparist mikill tími enda gera viðskiptavinir kröfu um að pakkarnir berist þeim hratt. „Við neytendur viljum líka stýra tímanum okkar sjálfir, til dæmis nýta margir netverslanir og fá sent í póstbox eða heim í stað þess að eyða dýrmætum tíma í akstur og heimsóknir í verslanir hingað og þangað. Hver vill ekki heldur skreppa í sund eða á kaffihús og koma svo bara við í póstboxinu í næsta nágrenni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“