fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Meig í bolla um borð í flugvél við hliðina á mæðgum – Skvetti hlandinu á flugþjón

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. apríl 2024 19:30

Atvikið átti sér stað á Sydney flugvelli. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfarþegi hefur verið sektaður fyrir að kasta af sér þvagi í bolla um borð í flugvél á flugvellinum í Sydney í Ástralíu. Atvikið fór fyrir brjóstið á öðrum farþegum í vélinni.

Fréttastofan AP greinir frá þessu.

Greint var frá atvikinu í gær, föstudag, en það átti sér stað síðastliðinn desember eftir þriggja tíma flugferð vélar Air New Zealand, frá Auckland í Nýja Sjálandi til Sydney. Maðurinn er 53 ára gamall Nýsjálendingur sem var gert að greiða 600 Ástralíudollara sekt vegna atviksins í febrúar. En það eru um 55 þúsund íslenskar krónur.

Málið komst í fjölmiðla eftir að kona að nafni Holly greindi nýsjálenska miðlinum Stuff frá því. Hún var farþegi um borð í vélinni og hún lét flugþjóna vita af því að maðurinn væri að míga í bollann.

Heyrðu hljóðið

Holly og fimmtán ára dóttir hennar áttu miðjusæti og sæti við ganginn í vélinni en maðurinn sat í gluggasætinu við hliðina á þeim.

Eftir að vélin lenti á flugbrautinni tók við 20 mínútna bið eftir því að komast að hliði til að tæma hana. Allt í einu heyrði Holly hljóð sem fór ekkert á milli mála hvað væri. Lýsti Holly atvikinu sem niðurlægjandi fyrir þær mæðgur.

„Við heyrðum hann gera þetta. Það fór ekkert á milli mála hvaða hljóð þetta var. Ég horfði á dóttur mína og hún horfði á mig. Það var augljóst hvað var að gerast,“ sagði Holly við Stuff. „Hann tók út beran liminn á sér við hliðina á okkur að minnsta kosti þrisvar sinnum.“

Holly sagði að maðurinn hefði augljóslega verið nokkuð ölvaður. Ekki nóg með að hann hafi migið í bolla í viðurvist barns þá brást hann illa við þegar flugþjónar komu að. Fór svo að maðurinn skvetti hlandinu úr bollanum á einn flugþjóninn.

Handtekinn í vélinni

Hringt var í lögreglu sem kom á staðinn og handtók manninn. Í yfirlýsingu um málið segir lögreglan að maðurinn hefði verið sektaður fyrir að kasta af sér þvagi í sætinu sínu. Ekki var minnst á að hann hefði skvett hlandinu á flugþjóninn.

Flugfélagið Air New Zealand var innt eftir viðbrögðum við málinu en talsmaður þess sagði að flugfélagið myndi ekki tjá sig um málefni einstakra viðskiptavina. Hins vegar var greint frá því að flugfélagið setji á bilinu 5 til 10 einstaklinga í bann í hverjum mánuði fyrir óæskilega hegðun, þar á meðal ölvun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst