fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Dýrasti bjórinn í Reykjavík – Ódýrasti í Minsk

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. apríl 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýrasta bjórglasið á veitingastað í gervallri Evrópu má finna í Reykjavík. Þetta kemur fram í nýrri greiningu þýska ferðaþjónustuvefsins OMIO.

Samkvæmt greiningunni kostar bjórglasið (pint, hálfpottur) 10,07 evrur í Reykjavík eða 1.519 krónur. Það næstdýrasta er í Osló í Noregi, 9,51 evru. Þessar tvær borgir eru í sérflokki hvað varðar dýran bjór. Í öðrum kostar glasið 8 evrur eða minna.

Á eftir Reykjavík og Osló koma Helsinki í Finnlandi, London í Bretlandi, Mónakó, Kaupmannahöfn í Danmörku, París í Frakklandi, Bern í Sviss, Stokkhólmur í Svíþjóð og Dublin í Írlandi.

Ódýrasta bjórinn má finna í Minsk, höfuðborg Hvíta Rússlands. Þar kostar glasið aðeins 1,05 evru, eða 158 krónur. Um einn tíunda af því sem glasið kostar í Reykjavík.

Næst ódýrasta bjórinn má finna í Sófíu í Búlgaríu og þar á eftir kemur Prag í Tékklandi sem er ein þekktasta bjórborg álfunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Í gær

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”