fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Segir kosningabaráttuna vera sirkus þar til Katrín tekur ákvörðun

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn nógu afgerandi frambjóðandi til embættis forseta Íslands hefur komið fram til að koma í veg fyrir fjöldaframboð fólks sem á ekkert erindi í embættið. Þetta er mat Björns Inga Hrafnssonar, ritstjóra Viljans.

Björn Ingi telur raunhæfan möguleika á að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram og þar til sú ákvörðun liggur fyrir sé kosningabaráttan undirlögð þessu offramboði:

„Margt af þessum frambjóðendum er bara hið ágætasta fólk. Það er bara ekki endilega best til þess fallið að verða forseti lýðveldisins. Sá eða sú sem sigrar í forsetakosningum, hefur náð að sannfæra stærstan hluta landsmanna um kosti sína umfram galla, hefur náð að koma grundvallarsjónarmiðum sínum og helstu áherslum á framfæri og er með menntun og reynslu sem gæti komið að gagni í embætti.

Til þess að þetta geti gerst, þarf viðkomandi að hafa áður öðlast þá stöðu að einhverjir utan nánustu fjölskyldu og vina hafi hugmynd um hver hann er. Í forsetakosningum þar sem fjöldi fólks er í framboði og umræðuþættir með öllum frambjóðendum verða hvorki upplýsandi lýðræðisveisla né heppilegur vettvangur til að koma meginskilaboðum á framfæri, heldur einhvers konar sirkus þar sem hver og einn fær aðeins örfáar mínútur til að bregðast við allskonar grundvallarspurningum og engin tækifæri til að kynna sig almennilega fyrir þjóðinni.“

Björn telur útilokað að Guðni Th. bjóði sig fram aftur og jafnframt telur hann engan frambjóðanda sem komið hefur fram verið svo sterkan að aðrir dragi sig í hlé:

„Þeir sem á þessu græða eru því þeir sem þjóðin þekkir fyrir. Og eftir því sem frambjóðendum fjölgar, sem virðist gerast dag frá degi um þessar mundir, verður betur ljóst, að enn er enginn frambjóðandi kominn fram sem öllum er ljóst að getur tekið afgerandi forystu; getur orðið til þess að einhverjir aðrir dragi sig í hlé og er líklegastur frá fyrsta degi til að taka við af Guðna Th. Jóhannessyni sem næsti forseti Íslands.

Bæði Baldur Þórhallsson og Halla Tómasdóttir ætluðu að vera slíkur frambjóðandi, en eru það ekki, jafn ágæt og bæði eru. Þess vegna gætu nöfn á borð við Steinunni Ólínu og Jón Gnarr enn komið fram.

Og nei: Guðni er ekki að fara að endurskoða þá ákvörðun sína, að hætta við að hætta. Það er ekki að fara að gerast, enda hefði hann þá bara einfaldlega sóst eftir endurkjöri og fengið 80-90% stuðning í kosningum.“

Allir bíða eftir Katrínu

Björn Ingi telur að Katrín verði að tilkynna strax eftir páska hvort hún ætlar í framboð eða ekki (framboðsfrestur rennur út 26. apríl). Ljóst er að Björn Ingi telur framboð Katrínar vera raunverulegan möguleika. Velti hann því fyrir sér, ef af þessu verður, hver geti sest í stór forsætisráðherra í stað Katrínar. Telur hann líklegt að framsóknarmenn stingi upp á Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra en Sjálfstæðisflokkurinn muni tefla fram Þordísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra. Björn Ingi telur engan ráðherra eða þingmann VG hafa þá stöðu að samstarfslokkarnir myndu samþykkja hann sem arftaka Katrínar í embætti forsætisráðherra. Björn Ingi skrifar:

„Möguleikar Sjálfstæðisflokksins til þess að hætta sífellt að bregðast við aðstæðum og fara þess vegna til tilbreytingar að taka forystu á stjórnmálavellinum, eru þó til staðar. Valhöll gæti sagt: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins er okkar forsætisráðherrakandídat og við teflum henni fram. Hún er enda í reynd starfandi formaður flokksins og baktjaldamakk í ýmsum kreðsum Sjálfstæðisflokksins um forystu til framtíðar löngu hafið.“

Sjá nánar á Viljanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar