fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Endurbætur á Loftskeytastöðinni kostuðu Háskólann 250 milljónir króna

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 28. mars 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýningin Ljáðu mér vængi sem fjallar um ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands, opnaði með pompi og prakt í húsnæði Loftskeytastöðvarinnar við Brynjólfsgötu 5.

Endurbætur við húsnæðið hafa staðið yfir um langt skeið en í svari frá Háskóla Íslands kemur fram að kostnaður við endurbæturnar hlaupa á 250 milljónum króna. Þá kostar uppsetningar umræddar sýningar um 20 milljónir króna sem sé í samræmi við áætlanir.

Loftskeytastöðin var byggð árið 1915. Húsnæðið var í eigu íslenska ríkisins allt þar til ríkisstjórn Íslands, undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ákvað að gefa Háskóla Íslands húsið til afnota í febrúar 2015 enda er það vel staðsett á háskólasvæðinu. Fram að því hafði Þjóðminjasafnið haft afnot af húsinu um nokkurt skeið.

Gjöfin var bjarnargreiði í ljósi mygluskemmda

Það reyndist bjarnargreiði því nokkrum árum síðar var húsnæðið rýmt vegna mygluskemmda og ljóst að mikillar endurnýjunar var þörf á húsnæðinu sem uppfyllti ekki nútímakröfur. Framkvæmdir við verkið hófust síðan fyrir um ári síðan.

„Þar sem byggingin er friðuð var nauðsynlegt að vinna verkið í samráði við Minjastofnun Íslands. Ekki var farið í allsherjarútboð heldur var verkið unnið í áföngum þar sem fengin voru tilboð í verkhluta eftir því sem verkinu vatt fram. Byggingin er nú að verki loknu í mjög góðu ástandi og hæf til að hýsa starfsemi Háskóla Íslands til framtíðar,“ segir í svari Jóns Atla Benediktssonar, háskólarektors, til DV.

Umdeildur lyftustokkur

Auk þess að endurnýja byggingahluta svo sem yfirborðsfleti, glugga og þak að utan var byggður lyftustokkur utan við bygginguna sem stendur sjálfstætt og tengist tveimur hæðum þar sem áður voru gluggar. Segir í svari háskólarektors að þessar viðbætur sem og aðrar breytingar eru afturkræfar. Þannig hefur lyftustokkurinn vakið nokkra athygli fyrir það að vera ekkert sérstaklega fallegur né passa við útlit hússins. Vakti til að mynda varaborgarfulltrúinn og fagurkerinn Stefán Pálsson athygli á því á samfélagsmiðlum á dögunum.

Lyftustokkurinn sem var byggður utan á húsið þykir umdeildur

Kostaði 540 þúsund á fermeter

Þá segir ennfremur í svari háskólarektors að gluggar og hurðir hafi verið endurnýjaðar í upprunalegri mynd. „Að innan voru gerðar breytingar til að uppfylla kröfur um aðstöðu þeirra sem bygginguna nota, svo sem til sýningar- og viðburðahalds. Kröfur um eldvarnir og flóttaleiðir voru uppfylltar sem og kröfur um aðgengi fyrir alla. Sem dæmi má nefna að byggingin er nú útbúin vatnsúðakerfi til að tryggja öryggi fólks og loftræsingu sem viðheldur loftgæðum fyrir þá sem dvelja í byggingunni og til varðveislu þeirra muna sem þar verða sýndir,“ segir Jón Atli.

Jón Atli Benediktsson. Mynd/Kristinn Ingvarsson

Eins og áður segir var kostnaður við endurnýjun byggingarinnar og innréttingar um 250 milljónir króna. Uppgefin stærð byggingarinnar er 466 fermetrar og því var heildarkostnaðurinn um 540 þúsund krónur á fermeter sem Jón Atli telur vera vel viðunandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns