Konu var treyst fyrir tæplega 320 þúsund krónum. Peningarnir voru lagðir inn á reikning hennar í þeim tilgangi að hún myndi senda þá til aðila í útlöndum. Konan millifærði peningana hins vegar af bankareikningnum sínum inn á Visa-reikninginn sinn.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákærði konuna fyrir fjárdrátt en til vara fyrir ólögmæta meðferð á fundnu sé. „Með háttsemi sinni kastaði ákærða eign sinni á
fjármuni í eigu A og notaði heimildarlaust í sjálfs sín þarfir,“ segir í ákærunni.
Konan játaði brot sín fyrir dómi. Hún hefur samkvæmt sakavottorði ekki áður gerst sek um refsivert brot. Var hún dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða verjanda sínum þóknun upp á tæplega 260 þúsund krónur.