fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Eyþór tjáir sig um Facebook-rifrildið: „Þessi kona hefur margsinnis áreitt mig með svívirðingum á samfélagsmiðlum“

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 27. mars 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fjölmiðlar greindu frá í gær hefur Eyþór Jónsson, öldrunarlæknir, verið kærður til siðanefndar lækna af baráttukonunni Hildi Lilliendahl Viggósdóttur í kjölfar Facebook-rifrildis sem átti sér stað í janúar á þessu ári.

Sjá einnig: Hildur kvartar undan Eyþóri til siðanefndar lækna í kjölfar Facebook-rifrildis

Í samtali við DV segir Eyþór að ósætti þeirra eigi sér lengri sögu en þetta einangraða rifrildi. „Hún hefur áreitt mig árum saman á Fb og ég leyfði mér að svara henni einu sinni,“ segir Eyþór og gefur lítið fyrir kæruna frá Hildi sem hann segir vera „landsþekktan kverúlant og leiðindaskjóðu“.

Segist Eyþór helst vera undrandi á Læknafélaginu hví tilhæfulausar kærur sem þessar séu ekki strax filteraðar út af siðanefndinni í stað þess að tíma sé eytt í að taka þær til efnislegrar meðferðar.

„Spyrðu Læknafélagið hvað svona mál er að gera þar frekar en að spyrja mig,“ segir Eyþór og vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið.

Þung orð látin falla

Forsaga málsins er sú að þann 21. janúar síðastliðinn, í Facebook-hópnum Stafsetningaperrar, átti Eyþór í rökræðum við annan netverja þegar Hildur blandaði sér í málið með því að segja „Kæri Eyþór, hver særði þig?“.

Óhætt er að segja að Eyþór hafi ekki brugðist vel  vel við þessum ummælum því hafi Hildur kastað snjóbolta þá fékk hún yfir sig orðasnjóflóð í kjölfarið.

„Kæra Hildur, hver gaf þér þennan auka litning sem þú þarft að burðast með allt lífið?“ svaraði Eyþór og hélt áfram.

„Þú gerir nú konum engan greiða með því að vera ein þeirra…þær sem ég þekki allavega downplaya líkindi sín með þér og biðjast afsökunar á framferði þínu… og karlahatri… það vill engin kannast við þig Hildur og sjálfur skammast ég mín fyrir að við skulum deila þjóðerni,“ skrifaði Eyþór og henti svo í enn aðra færsluna.

„Tilvist þín er svo sannarlega ekki kvenþjóðinni… já eða bara þjóðinni yfir höfuð… til nokkurs framdráttar… Þú ert úrkynjuð apína með skoðanir sex ára barns… og skammastu þín fyrir þína framgöngu í fjöl- og samfélagsmiðlum síðustu áratugi!! Skammastu þín bara þú hatursnorn!! Þú ert ekki eins ljót og þú heldur og þarft ekki að vera svona bitur!!“

Taldi sig hafa skaðast af orðfæri læknisins

Færslurnar frá Eyþóri voru fleiri en tveimur dögum síðar sendi Hildur inn kæru til siðanefndar Læknafélagsins þar sem hún sagðist ekki geta látið slíkt orðfæri læknisins óátalið og orð hans hafi sannarlega skaðað hana.

„Að reyna að niðurlægja fólk á með því að að greina það með downs heilkenni á internetinu er hegðun sem engum lækni ætti að líðast, utan þess að brjóta gegn VII. meginreglu siðareglna,“ skrifar Hildur í kæruna og fullyrti að Eyþór hefði valdið sér skaða með skrifunum.

„Að segjast myndu fagna dauða ókunnugrar manneskju sýnir virðingarleysi fyrir lífi, velferð og mannhelgi og brýtur að mínu mati gegn öllum hornsteinum og anda siðareglnanna. Þá leikur enginn vafi á því að Eyþór Jónsson olli mér skaða með allri þeirri hegðun sem í þessu erindi er lýst, “ segir enn fremur í kærunni.

Ætla má að úrskurðað verði á næstu vikum hvort að að Eyþór hafi gerst brotlegur við siðareglur með orðfæri sínu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar