fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Gæsluvarðhald framlengt vegna Stóra mansalsmálsins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2024 15:21

Davíð Viðarsson eða Quang Le hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 5. mars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tveir karlar og ein kona hafi verið úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fólkið var handtekið í byrjun mánaðarins í kjölfar umfangsmikilla aðgerða, en tilefni þeirra var rökstuddur grunur um skipulagða brotastarfsemi, sem talin er varða mansal, skjalafals, peningaþvætti, brot á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga.

Umræddar aðgerðir vörðuðu rannsókn á starfsemi ýmissa fyrirtækja meðal annars Vy-þrifa, og veitingastaðanna Pho-Vietnam og Wok-on. Davíð Viðarson sem áður hét Quang Lé er sagður vera meintur höfuðpaur í málinu en hann ásamt fleiri aðilum var handtekinn í byrjun mánaðarins í afar umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Fram kom í fréttum vegna aðgerðanna að rannsóknin hefði staðið yfir í töluverðan tíma. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort Davíð er meðal þeirra sem úrskurðuð voru í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Sjá einnig: Þrír karlar og þrjár konur í áframhaldandi gæsluvarðhaldi í Stóra-Mansalsmálinu

 

Sjá einnig: Spilaborg Davíðs að falla út af sóðaskap og skít – Svona er mansalið frá Víetnam sagt fara fram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg