fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Vill að lækningaleyfi Óttars verði endurskoðað – „Hvernig sæmir geðlækni að tala svona til eigin skjólstæðinga?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2024 10:15

Vilhjálmur Hjálmarsson (t.v.) og Óttar Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, bregst hart við pistli Óttars Guðmundssonar geðlæknis á DV um síðustu helgi. Í aðsendri grein á Vísir.is gerir Vilhjálmur kröfu um að Embætti landlæknis meti faglega hæfni Óttars og endurmeti um leið lyflækningaleyfi hans.

Í pistli Óttars, sem fer svo fyrir brjóstið á Vilhjálmi, er ofnotkun á lyfjum gegn athyglisbresti gagnrýnd. Hann segir að snjallsímavæðing nútímans geri að verkum að enginn geti lengur um frjáls höfuð strokið. Gífurlegt áreiti sé frá netmiðlum og öðrum upplýsingaveitum. Síðan skrifar Óttar:

„Í lífskrísu samtímans hafa menn fundið nýja hjálparhellu. Æ fleiri fullorðnir greinast með ADHD svo að lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Íslendingar nota mörgum sinnum meira af þessum lyfjum en nágrannaþjóðirnar. Þetta forskot á eftir að aukast því að þúsundir eru á biðlistum til að fá greiningu og viðeigandi meðferð (örvandi lyf) og fer stöðugt fjölgandi. Vegna mikillar eftirspurnar seljast þessi lyf endurtekið upp í apótekunum með tilheyrandi fráhvarfseinkennum og svarta markaðsbraski.

Fullorðið fólk með ADHD er orðið helsta viðfang geðlækna. Með amfetamínlyfjum er komin ný hjálparhella mömmu og pabba svo að þau geti hlaupið hraðar í lífsgæðakapphlaupinu og verið duglegri að skutla börnunum. Margir grennast á þessum lyfjum sem er aukabónus.“

Varpar Óttar síðan fram í kaldhæðni þeirri hugmynd að lyfjunum verði blandað í drykkjarvatnið „svo að sem flestir geti notið lífsins á spítti“.

Segir Óttar ala á fordómum

Vilhjálmur segir að eitthvað sé farið að slá úti fyrir hjá Óttari og hann telur gjörsamlega fráleitt að halda því fram að ADHD orsakist af áreiti frá netmiðlum og snjallsímum. Þó taki fyrst steininn úr þegar Óttar segi að lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla hafi aukist gífurlega á síðustu árum. Vilhjálmur skrifar:

„Hvernig sæmir geðlækni að tala svona til eigin skjólstæðinga? Að gera lítið úr læknisfræðilega viðurkenndri áskorun sem tugþúsundir Íslendinga búa við! Vanda sem hefur eyðilagt líf margra og svift fólk lífsgæðum. Um leið gerist Óttar sekur um að ala á fordómum varðandi ADHD og lyf, ekki síst gagnvart þeim sama hópi er honum þó ber að þjóna sem læknir og til þess bær sérfræðingur.

Skrif sem þessi eru ekki heilbrigðisstarfsmanni sæmandi. Hvað þá geðlækni með áratuga starfsferil að baki. Svo mikil er rakalaus orrahríðin orðin að ég geri kröfu um að Embætti landlæknis stígi inn, meti faglega hæfni læknisins og endurmeti um leið lyflækningaleyfi Óttars Guðmundssonar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“