Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, staðfesti í samtali við RÚV í morgun að dregið hafi úr virkninni. Nú gjósi aðallega úr tveimur stærstu gígunum en með minni krafti en áður.
Gosið hefur staðið yfir í tæpa níu daga og hefur krafturinn verið nokkuð stöðugur frá upphafi.