fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Lét spörk og flóð hótana dynja á lögreglumanni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2024 15:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona var sakfelld í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa sparkað ítrekað í lögreglumann, snúið upp á handlegg hans og hóta honum margsinnis lífláti sem og fjölskyldu hans.

Samkvæmt dómnum var konan ákærð í tveimur liðum.

Í honum segir að utandyra að kvöldi laugardagsins 19. nóvember 2022, í Reykjavík, hafi hún ítrekað hótað lögreglumanninum og fjölskyldu hans líkamsmeiðingum og lífláti og að auki sparkað ítrekað í hann og snúið upp á hægri handlegg hans með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á hægri framhandlegg.

Í seinni lið ákærunnar var konan ákærð fyrir að sparka í hægra læri lögreglumannsins utandyra og aftur þegar komið var á lögreglustöðina við Hverfisgötu auk þess að hóta honum lífláti enn á ný.

Konan játaði brot sín skýlaust en fram að þessu hafði hún ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Í ljósi þess og játningar hennar þótti hæfilegt að dæma hana í 90 daga skilorðsbundið fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“